Kirkjuritið - 01.09.1973, Page 50
jafnframt aðstœðurnar. Af hálfu hins
opinbera átti að heita, að jafnrétti
ríkti með Gyðingum og öðrum í Ung-
verjalandi á árunum milli 1920 og '30,
en óvildarmenn Gyðinga fengu að
reka andróður sinn og niðra Gyðing-
um opinskátt. Hinn norski kristniboðs-
prestur var að eðli mjög fyrirmann-
legur í framgöngu og neytti gjarna
bœði þess og velviljans, er hann naut
sem Norðmaður, Gyðingum, vinum
sínum, til framdráttar.
Er hann var stúdent, vakti einurð
hans og hiklaust, fyrirmannlegt fas
þegar athygli. Einn þeirra, er kynntust
honum á norrœnu stúdentamótunum
um þœr mundir, sœnski lœknirinn og
kristniboðinn, Carl Lowenhjelm, orð-
aði svo lýsing Johnsons, stutta en
glögga: ,,Þegar Johnson var ungur,
virtist hann mjög hreinskilinn og
stefnufastur. Það var eitthvað sjálf-
sagt, eitthvað sérlega „norskt" í fram-
komu hans. Krisfniboðsköllunin var
ekki til þess að velta vöngum yfir
henni. Hann vissi, hvað hann vildi.
Hann hafði sett sér takmark. Þetta
hafði mikil áhrif á okkur Svta"
Hann var ungur stúdent, er hann
þýddi á norsku hina kunnu bók,
„Fagnaðarerindið til allra þjóða með
vorri kynslóð", eftir John Mott, er síð-
ar hlaut Nóbelsverðlaun Var hann
mjög gagntekinn af hugsjón þeirri,
sem Mott birti í þeirri bók. Eftir að
hann hélt til Rúmeníu árið 1903, sendi
hann blöðum og tímaritum heima
fjölda skemmri og lengri greina.Morg-
enbladet birti langa flokka fréttaþátta
frá Johnson, og sagði hann þar frá
lífinu í Balkanlöndunum og kynnt fsra-
elskristniboðið almennum lesendum.
Hann vissi, hvað hann œtlaði sér og
neytti allra hcefileika sinna í þágu
þess, er honum lá mest á hjarta.
Er hann kom til Budapest árið 1922,
átti hann nœrri 20 ára þjónustu að
baki í Rúmeníu. Áður hafði hann starf-
að í litlu, rúmensku sveitaþorpi, Gah
atz, og opnaðist honum nýr heimur við
œðar menningarlífsins í stórborginn1
Búdapest.
Hann gerðist lektor í norsku við hd'
skólann í Búdapest og náði þanmð
góðum tengslum við stúdenta, eP
þeirra á meðal voru einnig marg"
Gyðingar. Með ritstörfum sínum °9
guðsþjónustum, er hann hélt á mór9
um tungum: ungversku, þýzku °9
frönsku náði hann einnig til margrC1,
[ dagblöðum birtust viðtöl við hann-
Oft var honum boðið að halda erin 1
um ólíklegustu efni í félögum, klúbb
um, söfnuðum, málfundasarntökam-
Málakunnátta hans og víðfemur áha9
hans vöktu mikla aðdáun. Sögur
fóru
af einkabókasafni hans með 4-50®®
bóka. Þar voru bœkur um gyðingle9a
krai'
kra
sí-
nn°
við
rð o
og kristna guðfrœði allt til kínvers
sögu, enskrar heimspeki og frans
fagurbókmennta, Heimili hans var
fellt fundarstaður hópa menntama
og einstaklinga, sem vildu rceða
hann eða sœkja til hans ráð.
En þeir dagar komu, er þörf va
fleiru en ráðum og andlegri hjálp- ,
stöðu þá, er upp kom milli ríkN
Austur-Evrópu í lok fjórða tugar al ^
innar, dróst ungverska ríkið œ
inn á áhrifasvœði ,,Möndulveldann°
Afleiðing þess var, að hið svone n^
„Gyðingavandamál" var tekið Þ
rœðu á ný. Árið 1938 voru ótge
„hin fyrstu Gyðingalög
Var
po<
240