Kirkjuritið - 01.09.1973, Blaðsíða 52
Jesú Krists með hrœsni sinni: Jesús
unni Gyðingunum svo, að hann dófyr-
ir þá. Ef til vill dey ég einnig fyrir þá
með nokkrum hœtti. Reyndar hefði ég
getað farið heim til Noregs í stað þess
að vera hér öll stríðsárin, á meðan
bardagar stóðu í borginni og allt það
annað, sem fylgdi. En ég unni
þeim ..."
í byrjun árs 1946, fyrir aldarfjórð-
ungi, var Gisle Johnson borinn til
hvíldar. Hann hefði orðið sjötugurfám
mánuðum síðar. Að ósk hans talaði
vinur hans við útförina, hinn ungverski
og lútherski biskup, Lajos Ordass, sem
er mceltur á sœnsku. Einfaldur stein-
varði stendur á gröf hans i Kerepesi-
kirkjugarðinum í Budapest, komandi
kynslóðum til vitnis um framlag Norð-
manns eins í Austur-Evrópu á mikilli
umbrotatíð, til vitnis um manninn, sem
enn er nefndur í Ungverjalandi „pfest-
urinn, sem unni Gyðingunum."
„Líkna einnig ísrael"
Himneski faSir, miskunna þú heiðingjunum, sem skortir þitt fagnaðar-
erindi. Lát Ijósið renna upp yfir þeim. Tendra vandlœtingasemi postulo
þinna í hjörtum þeirra, í hinu mikla verki kristniboðsins. Líkna einnig
ísrael, lýð þínum. Lát skýluna falla af hjörtum þeirra, svo að þeir snui
sér til hins eina frelsara, Jesú Krists. Miskunna þú öllum þeim, er á þi9
trúa um alla jörð.
Amen.
Úr bœnabók sr. SigurSar Pálssonar 1947
Bœn Svendbergs, biskups í Skara.
242