Kirkjuritið - 01.09.1973, Page 55
rT1Wi þessara nýju „velgerðamanna"
mannkynsins og nazista þeirra, sem
^tluðu að „frelsa" mannkyn fyrir
n°kkrum áratugum? — Eflaust munu
þó upp rísa einhverjir „hleypidóma-
lausir" menn á íslandi til þess að
mcela bót „velgerðatilraunum" á
smœstu smœlingjum mannkyns.
Að finna Krist
"Hver sá, er finna vill Krist verðor aS finna kirkjuna. Hvernig getur nokk-
Ur vitaS hvar Kristur er, og hvar trúna á hann er aS finna, nema hann
Vlti hvar þeir eru, sem á hann trúa? Hver sá, er eitthvaS langar til aS vita
Urn Krist, má ekki treysta sjálfum sér, né meS skynsemi sinni œtla sér
q5 reisa brú til himna. Hann verSur umfram allt aS fara til kirkjunnar,
vnÍa hennar og spyrja. Svo er þá kirkjan ekki fré og steinn heldur sam-
^ÉIag manna, sem trúa á Krist. Hann verSur aS halda sig aS þeim, og
siá hvernig þeir trúa, kenna og lifa."
Martin Lúther: Frúh-Christmess 1522
245