Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1973, Page 76

Kirkjuritið - 01.09.1973, Page 76
henni við Postulasöguna. Fró því að hún kom fyrst út í Bretlandi árið 1968, hefur hún verið svokölluð „metsölu- bók" víða um lönd. Hér skal ekki lýsa þessari bók né efni hennar mörgum orðum, enda hef- ur lítillega verið sagt frá bróður Andrési áður hér í ritinu. Lífsstarf hans er að flyfja Biblíur og krisfileg rit til þeirra, sem meinað er um slíkan munað í heimalöndum. Saga hans er ótrúlegri öllum œvintýrum. Svo verður raunar œtíð þar, sem Guð kallar menn til stórvirkja. Um árangur eða ávöxt verður ekkert fullyrt, en við blasir and- leg neyð og sálarhungur. Dyr standa opnar, varla þó 1 hálfa gátt, en hand- an þeirra eru hvítir akrar. Svo vel er bókin skrifuð, þekkileg og mannleg, að hún mundi hljóta sess meðal si- gildra bóka þess vegna, þótt efni hennar vœri til muna fáskrúðugra og fátœklegra en er. Þýðingu frú Sigurlaugar Árnadótt- ur hefur undirritaður ekki lesið. — aðeins blaðað lítillega í henni, og virtist hún gerð af vandvirkni þar, sem í var skyggnzt. G. Ól. Ól. Blessaður sé munnur þinn, Drottinn. Drottinn minn Jesús Kristur, blessaður sé munnur þinn, blessaðar séu varir þínar fyrir hvert orð, sem þú talaðir til lœkningar likama og sá! og til frœðslu í kenningu þinni. Drottinn, fyrir allt þetta sé tunga þín hálofuð. En umfram allt sért þú vegsamaður, þú sonur hins lifandi Guðs, fyrir það, að þú hefir leyst mig undan valdi myrkursins og frelsað mig frá dauðanum. Ó, Jesús, þú ert lœknir mér, sjúkri mannveru, þú ert hin sanna fœða sálar minnar, þú ert björgunin úr snörum hins vonda. Ó, Jesús, þú, sem megnar allt, opna mitt harðlœsta hjarta, svo að ég megni að þakka þér fyrir alla hluti. Amen. Úr bœnabók sr. Sigurðar Pálssonar. Bœn Birgittu í Vadstena. 266

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.