Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1973, Page 78

Kirkjuritið - 01.09.1973, Page 78
ekki, bölvar ekki, lastar ekki, fer ekki með illt umtal, ber ekki illan hug til þeirra, jafnvel þótt þeir hefðu rœnt eignum, heiðri, líkama, vinum og öllu. Meira að segja gjörir hún þeim gott fyrir illt, ef hún getur, talar vel um þá, hugsar vel til þeirra, biður fyrir þeim. Um það segir Kristurí Matt. 5: „Gjörið þeim gott, sem valda yður tjóni, biðj- ið fyrir ofsœkjendum yðar og lastmœl- endum." Og Páll í Róm. 12: ,,Blessið þá, sem bölva yður, og bölvið þeim ekki, heldur gjörið þeim gott." 2. Sjáðu nú, hve þessu háleita boð- orði hefur farið aftur hjá kristnum mönnum. Hvergi rœður annað ríkjum en tvídrœgi, stríð, deilur, hatur, öf- und, bakmœli, bölv, illmœli, óhróður, hefnd, og hvers konar reiði í athöfn og orðum, og þó erum vér að skarta með helgidögum, messusókn, bœna- lestri, kirkjubyggingum og andlegri snyrtingu, sem Guð hefur þó ekki boð- ið, svo mikilfengri og glœstri sem vœrum vér helgastir menn kristnir, sem nokkru sinni hafa til verið. Þannig gjörum vér boðorð Guðs alveg að engu með þessum látalátum og blekk- ingum, svo að enginn leiðir sér í hug eða gefur því gaum, hve fjarri hann er hógvœrðinni og um leið uppfyll- ingu þessa boðorðs Guðs, og þó hefur Guð sagt, að eigi muni sá, er sllk verk vinnur ganga inn til eilífs lífs, heldur sá, er haldi boð hans. Nú lifir enginn á jörðu, sem Guð gefur ekki einhvern til að benda hon- um á reiði hans og illsku, einhver í mynd óvinar eða andstœðings, sem veldur honum tjóni á eignum, heiðri, lífi eða vinum. Með því er Guð að reyna, hvort reiði sé eftir, hvort hann sé óvininum vinveittur, geti rœft vel um hann og gjört honum vel og œtlist ekkert illt fyrir gegn honum. Komi nu hér hver, sem spyr, hvað hann eigi að gjöra til að vinna góð verk, þóknast Guði og verða hólpinn. Hann taki óvin sinn til að œfa sig á því og setji ser mynd hans sífellt fyrir hugskotssjónir. Skal hann gjöra sér það til tyftunar og temja hjarta sínu að hugsa vin' gjarnlega til hans, unna honum góðs, láta sér annt um hann og biðjn fyrir honum og tala svo, er fœri gefst, vel um hann og gjöra honum gott- Reyni þetta hver, sem vill. Fái hann ekki nóg að gjöra alla œvi, þá ávit' hann mig fyrir lygar og segi, að þetto tal hafi verið rangt. En vilji Guð þeti° og láti sér ekki annað nœgja, hv°ð stoðar þá, að vér séum að fástviðönn- ur mikil verk, sem hafa ekki verl , boðin, en vanrœkjum þetta verk. kvl segir Guð í Matt. 5: „Hver, sem reiðist bróður sínum, verður sekur fyrir dom inum, en hver sem segir við bróð°' sinn: Raka, þ. e. hver sem fer um hcmn hörðum, reiðiþrungnum, illum orðum/ verður sekur fyrir ráðinu, en hver sem segir við bróður sinn: bjáni, —- Þ- notar skammaryrði, blótsyrði, illm® og alls kyns bakmœlgi, — er sekur t' hins eilífa elds." Hvað verður þ° ur verknaði, sem unninn er meðhendinn / eins og til dœmis að slá, sœra, deyðm skaða o. s. frv., sé tekið svo hart reiðihug og orðum? 3. En þar sem sönn hógvœrð et' harmar hjartað allt illt, sem hendir e vininn, og það eru hin réttu börn G og erfingjar og brœður Krists, sem he1 ur gjört svo fyrir oss alla á krossinun Eins sjáum vér, að réttvís dómari k 268

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.