Kirkjuritið - 01.04.1976, Side 9

Kirkjuritið - 01.04.1976, Side 9
Starfsfólk i stofu Norska sjómannaheimilisins á Siglufirði. ann.“ Og Pétur byrjar: „Hvað heitirðu? — Hvers son ertu? — Hvenær ertu faeddur? — Hvaða ár?“ — „Atján hundruð níutíu og tvö.“ — „Heyrðu! Friðrik! Hann er of ungur!“ Þá þurftu menn sem sé að vera tólf ára, en ég var tíu ára, og það voru mín stóru vonbrigði, einu vonbrigðin, sem ég hef orðið fyrir af KFUM. En Þá segir síra Friðrik, og ég held hann hafi klappað mér á höfuðið: „Heyrðu, v'ð höfum hérna sunnudagaskóla á hverjum sunnudagsmorgni, og þangað srtu velkominn. Og flýttu þér svo að verða tólf ára.“ Arið 1904 er ég tólf ára, og þá Qerist ég félagi. En einn kostur fylgai Þvi að vera í sunnudagaskóla. Ég gat haft bróður minn með mér, hann Pál, sem var yngri en ég. Og þá var ég kallaður Jóhannes með lambið. Ég hef sem sagt verið félagi í KFUM síð- an 1904. Myndir úr blárri bók Þetta var um sjómennsku Jóhannesar og fyrstu kynnin við síra Friðrik. Raun- ar er það allt til á prenti áður, því að Jóhannes er að sjálfsögðu mörgum sinnum kominn á prent og af ýmsu tiiefni. Við höfðum ekki lengi setið í stofuhlýjunni, þegar hann sótti, í ein- hverja hilluna, stóra bók, bláa, og tók að blaða í. Þar er meðal annars grein um starfið meðal sjómanna, rituð fyrir Bjarma 1958. Og þar er afmælisspjall, sem Friðrik Sigurbjörnsson hefur rit- að fyrir Morgunblaðið í tilefni af sjötíu og fimm ára afmæli Jóhannesar 1967, 7

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.