Kirkjuritið - 01.04.1976, Side 29

Kirkjuritið - 01.04.1976, Side 29
En vér sjáum einnig kirkjugestina, söfnuð- inn, og eins og áður segir, það er ekki vort að dæma um, hvar er illgresi og hvar hveiti. Hitt er og jafnvíst, að samhljómurinn, sem náðarmeðulin og trúin mynda, er einn- Í9 samhljómurinn, sem hulin kirkja og op- inber kirkja mynda. hetta forspjall um söfnuðinn er nú orðið nokkru lengra en ætlað var og þó hefur aðeins verið stiklað á stóru. Nauðsynlegt virtist þó að hafa þessa punkta með vegna þess, sem á eftir fer og í allri umræðu um söfnuðinn og hlutverk hans. Skal nú endurtekið, að söfnuðurinn er að skilningi Nýja testamentisins og síðbótarmanna end- urleystur lýður Guðs, sem fæddur er í heil- a9ri skírn, nærður af boðun fagnaðarerind- isins og fullkominn gjörður í heilögu kvöld- oiáltíðarsakramenti. Hann er sá lýður, sem tyrir heilagan anda tekur við þessum náð- armeðulum i trú, von og kærleika. Þessi er sá söfnuður, sem tekur sér þjón, umsjónar- mann, prestinn. Embætti hans er stofnað þi að hafa um hönd fagnaðarerindið og sakramentin. Hlutverk safnaðarins Kirkjan er likami Krists og því er hún ein. Einn er líkaminn. Kirkjan á öllum þjóna og hún á að standa öllum °Pin. Fyrir þvi er hún almenn. ”Ég er vínviöurinn,“ sagði Kristur, >>Þér eruð greinarnar.“ Söfnuðurinn er ekki einstaklingar, sem hver um sigséu sjálfstæð jurt og hver annarri óháð. Söfnuðurinn er líkami Krists. Enginn e|nstaklingur fer með stærra né meira hlutverk en að vera limur á líkama Krists. Sé greinin höggvin af vínvið- lnurn, þá deyr hún. Þykist einhver geta 'ökað hlutverk sitt sem kristins manns án samfélags við söfnuðinn, kirkjuna, ^ fer hann villur vegar. / I. Kor. 12. kap. og 13, segir svo: ,,Því að eins og ''kaminn er einn og hefir marga limi, en allir limir líkamans, þótt margir séu, eru einn líkami, þannig er og Kristur. Því að með einum anda vorum vér allir skírðir til að vera einn likami, hvort sem vér erum Gyðingar eða Grikkir, hvort sem vér erum þrælar eða frjálsir. . . Ef fóturinn segði: Fyrst ég er ekki hönd, heyri ég ekki líkam- anum til, þá er hann ekki fyrir það líkamanum óviðkomandi. Og ef eyrað segði: Fyrst ég er ekki auga, heyri ég ekki líkamanum til, þá er það ekki líkamanum óviðkomandi fyrir það. Ef allur líkaminn væri auga, hvar væri þá heyrnin? Ef hann væri allur heyrn, hvað væri þá ilmanin? En nú hefir Guð sett limina, hvern einstakan þeirra, á líkamann eins og honum þóknaðist.. Augað getur ekki sagt við höndina: Ég þarfnast þín ekki — né heldur höf- uðið við fæturna: Ég þarfnast ykkar ekki. Nei, miklu fremur eru þeir limir á líkamanum nauðsynlegir, sem virð- ast vera í veikþyggðara lagi ... Þér eruð líkamir Krists og limir hver fyrir sig. Og Guð hefir sett nokkura í söfn- uðinum fyrst postula, í öðru lagi spá- menn, í þriðja lagi fræðara, því næst kraftaverk, enn fremur lækningagáfur, líknarstörf, stjórnarstörf og tungutal." Og loks Pendir Páll söfnuðinum á miklu ágætari leið og hefur upp óð sinn til kærleikans, sem lýkur með þessum orðum: ... “ En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn rnestur." Vér erum limir á líkama Krists og sem slíkum er oss falið ákveðið hlut- verk.HlutverkiS er raunar aðeins eitt: að vera vottur lórnandi og fyrirgef- andi kærleika Jesú Krists. En þetta hlutverk er svo margþætt, sem lífið sjálft. Starfssviðin svo mörg, og hverj- 27

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.