Kirkjuritið - 01.04.1976, Síða 40

Kirkjuritið - 01.04.1976, Síða 40
gang og það viðhorf mitt byggi ég á minum skilningi á Heilagri ritningu. Ég hef aldrei getað fundið í Biblíunni neina óyggjandi staðfestingu á þeirri kenningu að manneðlið sé gjörspillt. Sá maður sem flestum betur hefur rannsakað ritningarnar á þessari öld, J. B. Phillips, lýsir yfir í einni af bókum sínum að hann hafi aldrei getað aö- hyllst kenninguna um gjörspillingu mannsins enda sé ýmislegt í Nýja- testamentinu sem beinlínis mæli á móti henni. Nú má vel vera að álit manns eins og J. B. Phillips gagni lítt séra Heimi fyrst hann hefur upplifað tilveruna á annan hátt. Við það verður að sitja. Vera má að mitt mat á tilverunni sé mér jafnmikil ,,tilverustaðreynd“ eins og honum er sitt. Röksemdarfærsla séra Heimis um að sá heimur sem Guð skapar sé í grundvallaratriðum góður en þó í grundvallaratriðum illur af því að hann sé hnepptur í viðjar ills og yfirskilvit- legs valds fullnægir mér ekki. Þó að öld þessi sem við lifum á kunni að vera „methafi í manndrápum og kvöl“ er hinu heldur ekki að neita að aldrei hefur komið skýrar fram en á þessari öld tilfinningin fyrir gildi einstaklings- ins, gildi góðleika, frelsis, jafnréttis og bræðralags. Þar sem sumir sjá tómt svartnætti kunna aðrir að sjá margar bjartar stjörnur blika á himni. Hér verður þó vafalaust hver að éta úr sínum poka eins og séra Heimir stingur upp á. Vona ég að við séra Heimir getum maulað nestið okkar í bróðerni þó að einhver munur kunni að vera á því sem í pokunum okkar er. 38 V. Þá vil ég víkja að því atriðinu sem viðkvæmast er í þessum umræðum en það er „trúin hreina." Séra Heimir tel- ur sig hafa fundið hina hreinu trú og í skrifum hans kemur það fram að með hreinni trú á hann við að kristinn maður setji allt sitt traust á Krist og hann einan. Trú sína og trúarreynslu túlkar hann svo fyrir sjálfum sér og öðrum með orðalagi tilveruspekinnar. Fjarri sé það mér að rífa niður eða lítilsvirða trú annara. Ekkert finnst mér sjálfsagðara en að séra Heimir fái að halda sinni trú áreitnislaust. En nú vill bara svo til að hann tekur sér fyrir hendur að gagnrýna trú og skoðanir annarra og þetta gerir hann vafalaust í Ijósi sinnar eigin trúar og með hana að viðmiðun, a. m. k. að einhverju leyti. Með þessu er hann að vissu ley11 að stilla sinni eigin trú út til athugunar. Til eru þeir menn sem setja traust sitt á Krist en hafa þó önnur trúarvið- horf á marga lund en séra Heimir. Það er eins og séra Heimi sjáist yfir Þa staðreynd að menn lifa, reyna og skilj3 Krist með margvíslegu móti og Þ° getur Kristur verið þeim öllum heil' agur. i þessu efni virðast viðhorfin hafa verið mörg og talsvert ólík fra upphafi kristni. Vera má að margir frjálslyndir guð' fræðingar hafi einblínt meir á mann- dóm Krists en guðdóm. Þó var Krists- dýrkunin mikil og ósvikin meðal margra frjálslyndra og þarf ekki annað en að neína Albrecht Ritschl í Þvl sambandi. Satt best að segja er mér stórlega til efs að Kristsdýrkun surnra tilveruguðfræðinga sé nokkuð sann ari eða einlægari svo að ekki sé nu A
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.