Kirkjuritið - 01.04.1976, Síða 42

Kirkjuritið - 01.04.1976, Síða 42
vötnunum fannst mér á engan hátt neikvæður heldur að öllu leyti til góðs. Fólk lærði að skilja og meta hvert ann- að þrátt fyrir hin ólíkustu viðhorf. Við lifum á tímum þar sem bróður- leg samskipti fólks af ólíkum skoðun- um og menningarerfðum eru ekki að- eins æskileg heldur lífsnauðsynleg. Ég er því sannfærður um að ekumeniska hreyfingin á mikilvægu hlutverki að gegna í framtíðinni, ekki aðeins til að auka skilning milli ólíkra viðhorfa inn- an kristninnar heldur einnig milli ólíkra trúarbragða. John Cogley, ritstjóri The Center Magazine í Kaliforníu tekur þetta efni m. a. til meðferðar í bók sinni Religion in a Secular Age sem út kom 1968. Þar bendir hann á að von mannkynsins sé einmitt í því fólgin að hægt verði að sameinast um þann kærleiks- og bræðraboðskap sem sé kjarninn í öllum hinum stærri trúar- brögðum. i formála þessarar sömu bókar sem skrifaður er af sagnfræð- ingnum alkunna Arnold Toynbee er jafnvel enn fastar tekið til orða um nauðsyn þessa gagnkvæma skilnings og bróðurelsku. Ég hef það á tilfinn- ingunni að þessir ágætu menn meti ástand og þarfir yfirstandandi tíma ekki síður rétt en þeir sem segja vilja allri blendingstrú stríð á hendur í nafni hreinnar trúar. Af þessum sökum finnst mér herkvaðning séra Heimis hafa ver- ið ógreiði við samtíðina. Með meiri hófsemi í málflutningi hefði hann get- að áunnið meira, vakið til umhugsunar án þess að efla flokkaríg og fordóma. VI. Tilveruguðfræðin hefur óneitanlega markað sín spor í guðfræðilegri hugs- 40 un og þróun á 20. öldinni. En hver er staða tilveruguðfræðinnar á líðandi stund? Hvað um framtíð hennar? Ég hef víst látið á mér skilja að ég telji tilveruguðfræðina vera að úreld- ast. Orðrétt sagði ég: „Tilveruguð- fræðin úreldist óðum eins og hvert annað tískufyrirbæri." Sumum þykja Andarrímur góðar en öðrum ekki. Greinilegt er að séra Heimi finnst að þarna hafi ég ekki kveðið nógu fagurlega. Engu að síður er ég sannfærður um að ég fór ekki með staðlausa stafi. Það er smekksatriði hvort menn sætta sig við orðið tískufyrirbæri í sambandi við guðfræðistefnur. Óhaett mun þó að fullyrða að allar guðfræði- stefnur eru börn sinna tíða. Þær eiga sín tímaskeið. Þær koma og fara eins og kynslóðirnar sem þær fæðast af- Þar með er ekki sagt að þeirra sjái engan stað framar. Hver guðfræði' stefna er notuð sem viðmiðun þegar ný stefna tekur við. Hver ný stefna er viðbragð nýrrar kynslóðar við nýjum aðstæðum og gegn hugsunarhætti sem hún telur ekki lengur tímabæran. Guð- fræði Karls Barth var t. d. andsvar hans við frjálslyndu guðfræðinni sem hann óx upp í en sem fullnægði honum ekki lengur. Á óbeinan hátt lifði Þvl frjálslynda guðfræðin áfram í 9U®' fræði Barths að því leyti sem hin nýja stefna ákvarðaðist af gagnrýni á hinm fyrri og róttæku fráviki frá henni. Hið sama gildir um tilveruguðfrasð' ina. Hugsun tilveruguðfræðinga ®in' kenndist m. a. af gagnrýni á eldn stefnum sem þeir tóku neikvæða aí' stöðu til. Það sem mér finnst benda til að blómaskeið tilveruguðfræðinna'
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.