Kirkjuritið - 01.04.1976, Side 54

Kirkjuritið - 01.04.1976, Side 54
afstöðu húsbónda og undirdánugs, bæði á pólitísku og kirkjulegu sviði. Hin stjórnmálalega frelsun leiddi til þess, að lagt var ofurkapp á, að kirkj- urnar yrðu gerðar frjálsar. í báðum til- vikum var þetta metnaðarmál. Viðbrögð kristniboðsfélaganna Hvernig brugðust kristniboðsfélögin við þessum þrýstingi og þessari gagn- rýni? Mörg kristniboðssamtök, einkum þau, sem komu frá þjóðum er höfðu áður átt nýlendur, leituðust mjög við að bæta skaðann og sýna góðan vilja. Nú voru margar kirkjur farnar að standa á eigin fótum, löngu áður en stjórnmálalegt frelsi varð að veruleika. Samt leiddi stjórnmálaþróunin til þess, að því var hraðað, að kirkjunum var veitt sjálfsforræði. Ekki var lengur unnt að halda alltaf við það, að kirkjurnar yrðu að vera færar um að sjá um sig sjálfar fjárhagslega, áður en þær fengju sjálfstjórn. Önnur brugðust við á neikvæðan hátt, ekki sízt vér, sem komum frá þjóðum, sem aldrei höfðu átt ný- lendur í Afríku og Asíu. Ég var sjálfur kristniboði á fyrsta starfstímabili á Madagaskar, einmitt um það leyti, sem þessi mál voru hvað mest í deiglunni, frá lokum sjötta áratugsins og fram í byrjun hins sjöunda. Aðalsýnóda lút- hersku kirkjunnar var stofnuð árið 1950, en kristniboðar voru enn í flest- um áhrifastöðum. Þjóðin fékk stjórn- málalegt sjálfstæði 1960. Á þessum tíma fannst oss áróðurinn og kröfurnar, sem AK setti fram, vera 52 metnaðarmál og þjóðernishyggja frem- uren andleg og guðfræðileg vandamál. Vér lítum á þetta sem stjórnmál á sviði kirkjunnar. Það var ofarlega í hugum manna á þeim tíma, að ungu kirkj- urnar fengju sjál-fstæði í stjórnun, það væri jafn eðlilegur hlutur og pólitískt sjálfstæði, og oft var erfitt að greina á milli. Samt þótti oss sem vér gaet- um beðið þess, að kirkjurnar þrosk- uðust andlega og guðfræðilega, áður en vér legðum ábyrgðina á herðar kirkjunnar sjálfrar. Oss fannst ekki kröfur þær, sem alkirkjumenn settu fram, vera raunsæar frá kirkjulegu og guðfræðilegu sjónarmiði. Þess vegna vorum vér fastir fyrir og stung- um við fótum. Þar var ekki valdafíkn um að kenna, heldur litum vér svo á, að kirkja Krists væri annað en verald- leg samtök. Sama varð uppi á teningnum varð- andi kröfuna um einingu og samruna kirkna. Þeir, sem hölluðust að AK. töldu, að það væru leifar af úreltri ný' lendustefnu að halda fast við aðgrein- ingu kirkjudeildanna. Þegar vér kom- um með kirkjuleg skipulagsform v°r; helgisiði vora og játningu til framand' þjóðar, þá var litið á þetta sem rnenn- ingarlega nýlendukúgun. — í vorum augum var þetta auðvitað allt annað- Og ekki létum vér frekar undan í stöðu vorri til alkirkjuhreyfingarinnan þegar vér komumst að raun um, a hin alkirkjulega einingarviðleitni var 1 raun og veru dulbúin, pólitísk þjó®' ernishyggja. Það, sem sótzt var eft'r’ var pólitísk, þjóðleg eining, og Þaí áttu kirkjurnar að leggja lið. Hér mætti líka nefna samruna kirkn3 og kristniboössamtaka. Kristniboðs

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.