Kirkjuritið - 01.04.1976, Side 64

Kirkjuritið - 01.04.1976, Side 64
b) gagnvart trúarlegum málum og fyrirbærum, og er að gefnu tilefni mestu máli varið í að meta sam- band spiritisma og kristinnar trúar. 1.2. Baksvið ályktunarinnar 1.2.1. Deilur innan íslenzku kirkjunnar Hið nálæga baksvið þessarar ályktunar er allsnarpar deilur í fjölmiðlum um kristindóm og spiritisma vorið 1975. Kom þar fram, sem raunar fyrr var vit- að, aö stór hópur manna á íslandi hef- ur þá grundvallarafstöðu til trúar- bragða, að sannleikur þeirra verði að vera rökstuddur vísindalegum sönnun- um. Telur þessi hópur, að spiritisminn hér á landi bjóði upp á vísindalega aðferð til rannsóknar á raunveruleik trúarbragðanna og hafi með starfi sínu sannað þann raunveruleik. Þessi af- staða er ekki einungis meðal leik- manna, heldur og meðal manna, er gegna prestsembætti innan íslenzku þjóðkirkjunnar. Deilur vorsins 1975 voru ekki nýjar af nálinni. Álíka deilur hafa komið upp með stuttum millibilum allt frá því á upphafsárum 20. aldar, þegar annars vegar var veitzt að kirkjunni og krist- inni kenningu með rökum sterkrar og rökfastrar efnishyggju ættaðrar frá Danmörku og hins vegar hófust deilur meðal íslenzkra presta um aðferðir guðfræðinnar. Ný guðfræðitúlkun, sem kallaði sig frjálslynda, barst hingað til lands um aldamótin frá Danmörku. Aðgreindi hún sig frá ríkjandi erfð hér á landi með því, að hún taldi sig leit- ast við að túlka hinn hreina kristindóm, er lægi að baki hans sýnilegu mynd- um. Trúartúlkunum genginna kynslóða var hafnað af þessari guðfræði sem hindurvitnum, er almúgi fólks hefði verið kúgaður til að trúa með vald- boði gírugrar prestastéttar og ósvífins ríkisvalds. Kreddurnar væru hins veg- ar ekki hinn ekta kristni dómur. Hann væri að finna í kenningu Jesú Krists sjálfs, sem seinni tíma þróun hefði falsað. Nýguðfræðin, en svo var þessi stefna nefnd, mætti hér andstöðu þess kirkjulega rétttrúnaðar, er fyrir hendi var og mynduðust þá flokkar innan ís- lenzku kirkjunnar, sem voru kenndir við frjálslyndi annars vegar en íhald hins vegar. Deilur íslenzkra guðfræðinga kring- um síðustu aldamót um aðferðir guð- fræðinnar og hina réttu túlkun kristinn- ar trúar í samtímanum voru innfluttar og endurspegluðu deilur innan guð- fræðideilda háskólanna á meginlandi Evrópu og innan evrópskra kirkna. En undirrót hinna guðfræðilegu deilna var dýpri. í víðtækri merkingu var bæði hér á landi og í öðrum löndum deilt um lausn þess vandamáls, er varð á 18. öld við það, að menningarvitund Evrópubúa leystist frá trúarvitundinni- Maðurinn, sem frjálshyggja (liberal- ismi) 18. aldar skapaði, var frjáls, fof- dómalaus, óskrifað blað, sem hristi duft geginna kynslóða af fótum sér, en hóf leitina að sannleikanum stefnu til framtíðarinnar. 1.2.2. Klofningurinn milli menningar- og trúarvitundar Fram á daga frjálshyggju 18. aldar stýrðist menningar- og stjórnmálalíf Evrópu af kristinni trúarvitund. Kristm trú var leiðarljós valdhafa, hugsuða 62

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.