Kirkjuritið - 01.04.1976, Side 70

Kirkjuritið - 01.04.1976, Side 70
Sjá greinina Spiritism í ELC III, s. 2248— 2250. Sjá ennfremur Wright (1971) og Duncan (1975). Ráðandi hugsunarháttur í nútíman- um er hins vegar sá, að svæði mann- lífsins í heild séu hlutlaus. Menn túlka þá hin sýnilegu, náttúrulegu fyrirbæri í Ijósi einhverra hagkvæmnissjónar- miða, en um hulin, ósýnileg fyrirbæri — þar undir allt, er viðkemur trúarleg- um kenningum og siðum — ríkir efinn. Hulduhyggjan talar til þeirra, er nálg- ast það, sem ekki verður séð, með efa- semdum, því að hún gengur út frá því, að það sé eins og önnur svæði mann- lífsins hlutlaust. Hulduhyggjan afneit- ar sem sé fullyrðingum um, að ekkert dularfullt sé til, en vill hins vegar líkt og nútíma hugsun yfirleitt álíta hið ,,dularfulla“ óbundið, án þess að taka tillit til erfða og siða. Einu nafni má nefna hulduhyggjuna rómantíska frjálshyggju, en rómantík er stefna, sem andæfir einokun hugsunar og skynsemi í mannlífinu, en vill gefa rúm tilfinningum og vilja. Hulduhyggj- an álítur, að veruleiki trúarinnar verði höndlaður með ákveðinni stillingu til- finninga og vilja. i hópi hulduhyggjumanna eru öfga- menn, er svífast einskis í sambandi við leit inn á svið hinsíhulda eða leynd- ardómsfulla. Sviðið er forvitnilegt — og forvitni sinni verður hver að fá sval- að eða hvað? Sviðið virðist opna heim afslöppunar og afþreyingar í sífellt kröfuharðari heimi tækni, hraða og framfara. Hvort tveggja, fitl við hið for- vitnilega og tilboð um afslöppun, er vinsælt. Þess vegna er auðvelt fyrir menn að ná vinsældum, völdum og auðlegð með því að bjóða vöru sína 68 mönnum, er þyrstir eftir dýpt, kyrrð og tilgangi. Yfir Vesturlönd dynur nú á dögum straumur stefna og lífsskoð- ana, er bjóða mönnum upp á lausn, kyrrð, tilgang, hvíld, afslöppun. Og þessar vörur seljast auðveldlega með- al kynslóðar, sem ekki hefur verið kennt annað en að allt sé leyfilegt og menn taki þá bara afleiðingunum sjálf- ir eftir á. Og í áróðrinum sést oft yfir að geta þess, hve óhuggulegar þær af- leiðingar hafa verið í lífi manna, ergáfu sig á vald eiturlyfja, særinga, djöfla- dýrkunar, persónudýrkunar, vegna þess að auglýst var, að slíkar iðkanir veittu mönnum hvíld, afslöppun, jafnvægi i órólegum heimi. Vikuritin Time og Newsweek flytja í þáttum sin- um um Religion oítlega frásagnir af huldu- iðkunum og kennurum hulduhyggju, en Þe,r eru margir og skrúðið all fjölbreytt. Oft er um að ræða dulbúið trúboð austurlenzkra trúarbragða eða vlsvitandi fjárplógsstarfsemi- Meðal hulduhyggjumanna eru síðao til hófsamari menn, er vilja höndla svið hins hulda ekki einvörðungu með tilfinningum og vilja, heldur og með ráðum hugsunar. Eða öllu heldur vilj® stilla tilfinningar og vilja með réttri stillingu hugans. Þeir reyna þá túlka hið hulda með skýringum dul- úðar (mystik) af ýmsu tagi og venju- lega er sú dulúð klædd í búning ausl' rænna trúarbragða eða heimspek'; Þessi hófsamari stefna kemur fra111 1 ýmiss konar áróðri fyrir yoga, í 11115 munandi kenningum um sálnaflakk’ endurholdgun o. s. frv. Þessar iðkam' og kenningar telur kristin trúarvitun til hulduhyggju, vegna þess að þaer eru á borð bornar fyrir vestræna merm þann hátt, að dregið er úr afleiðingum k

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.