Kirkjuritið - 01.04.1976, Page 76

Kirkjuritið - 01.04.1976, Page 76
afrek. Það hratt líka af stað nýrri sig- urgöngu mannsandans; var eins og árfarvegur, þar sem allir straumar hinnar fornu menningar söfnuðust saman, og þar sem allar kvíslir vest- rænnar sögu síðari tima áttu upptök sín. Á hinu andlega sviði, alveg burt- séð frá kristnum dómi, fékk þetta tíma- bil að líta ávextina af sáningu fyrri tíðar, því að nú komu fram á sjónar- sviðið ný trúarbrögð og spánný við- horf í heimspeki. Hvorki Tacítus né Plíníus gat vitað, að þessi flokkur, sem annar taldi hættulegan þjóðinni og hinn áleit þrjóskufulla sérvitringa, var í rauninni vísir þeirrar stofnunar, sem móta hlaut hina nýju hreyfingu ger- samlega, léði henni lit og líf og bar hana fram mót fjarlægri framtíð. En sú varð einmitt raunin. Meðal hinna fjölmörgu nýju trúarbragða, sem róm- verska heimsveldið hýsti í svo ríkum mæli, voru ein sett á vetur, og þau báru í sér vaxtarbrodd nýrrar reglu — hinnar kristnu trúar. Stofnandi hennar, fæddur á stjórnartíð Ágústusar, var tekinn af lífi á valdatíma eftirmanns hans, Tíberíusar. En meðhaldsmenn hans, fljótlega stórt og áhrifamikiö samfélag, létu honum í té tilbeiðslu og helguðu líf sitt honum, í þjónustu við siðalögmálið. Nú er komið að því að líta nánar á upphaf þessarar hreyfingar. Tacítus segir vandræðin hafa byrjað í Júdeu. Þangað beinum vér því sjónum um sinn. Palestína var nærri austurmær- um rómverska ríkisins, er þarna tók við af grísku konungdæmunum, sem sett voru á fót eftir að Alexander mikli sigraði Persa. Grísk tunga og menning voru allsráðandi f þessum hluta heims- 74 ins, þar sem aftur á móti rómverskt ríkisvald tryggði stjórnmálalega ein- ingu. Flestar undirokuðu þjóðirnar voru heldur ánægðar með þessa skip- an mála. Svo ströng og kúgandi sem rómversk stjórn var á stundum, þá var hún þó snöggtum betri en óstjórn og stjórnleysi grísku konungdæmanna, eftir að þeim tók að hnigna. Palestína var undantekning. Gyðingar, sem voru í yfirgnæfandi meirihluta íbúa lands- ins, voru einkennileg og sérsinna þjóð. Rómverjar botnuðu aldrei neitt í þeim- Lengi höfðu þeir verið annarra þý' fyrst persneska heimsveldisins og síð- an grísku konungdæmanna á Sýrlandi og í Egyptalandi. Þeir höfðu tileinkað sér ýmislegt í menningu herraþjóð- anna, en á 2. öld f. Kr. varð þjóðernis- vakning í landinu og þeir um tíma sjálfstæðir undir stjórn innlendrar kon- ungsættar. Hetjuleg andstaða Makka- beanna varð upphaf þessara atburða, og um skeið blómstraði sjálfstæðið 1 skjóli eftirmanna þeirra, konungannaa' Hasmónea-ætt; en dvínaði og varð að óþverralegu þrefi milli síðustu erfingj3 þeirra, og þá varð ekki hjá því kom- ist, að Rómverjar tækju við stjórnar- taumunum. En Gyðingar gátu ekki gleymt dýrðartímanum skammvinna oQ ólu með sér frelsisþrá, sem gat reynst hættuleg. Rómverjar höfðu í fyrstunni ætlað sér að ríkja með „óbeinni stjórn“ og tókst það framan af, en Þar kom, að suðurhluti landsins var skipu' lagður sem rómverska skattlandið Jucl' ea undir stjórn landsstjóra af annarn gráðu, sem titlaður var prefect eða amtmaður (síðar procurator eða um boðsmaður), en að öðru leyti laU landið stjórn leppkonunga. Þe9al

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.