Kirkjuritið - 01.06.1978, Side 12

Kirkjuritið - 01.06.1978, Side 12
unnar, og sáu þeir veg kirkjunnar vaxaeftirþví, sem unnt mundi veraað bæta aðstöðu presta til þess að gegna starfi sínu óskiptirog áhyggju- minni um þau mál, sem helzt geta orðið til að draga úr starfsfólki þrótt. Þeir settu því allir markið hátt, áttu þó við ýmsa erfiðleika að etja, og er t. d. fróðlegt að lesa þessi orð, sem Magn- ús Jónsson reit í eina af sínum síð- ustu skýrslum til aðalfundar Presta- félagsins: „Skýrslan er að mestu um það, sem stjórnin hefði viljað gera, en ekki tókst“. Mun þetta í sjálfu sér ekki einstakt tilfelli um vilja, sem telur sig sjá þörfina og veit af öryggi, að rétt væri, en lendir síðan á þeim vegg skilningsleysis eða tortryggni, að engu verður um þokað. Hafði þó Magnús Jósson betri aðstöðu en flestiraðriráþeim tíma, þarsem hann var áhrifamaður í stjórnmálum og átti sæti á Alþingi. Og get ég ekki stillt mig um að vitna í orð annars prests, þótt ekki sæti hann í stjórn Prestafélagsins, en þar kemur svo skýrt fram, hversu torsótt leiðin hefurverið og við ramman reip að draga, þar sem er leitað eftirskiln- ingi á málum kirkjunnar og þjóna hennar. En séra Sigtryggur Guð- laugsson, sá er hóf Núp í Dýrafirði til vegs og viðingar, segir: „Mér finnst ég ekki hugsa um gróða, en mig tekur það fjarska sárt að geta alltaf lesið út, að þarfir kirkjunnar séu alltof þung ánauðarbyrði". Kölluninni hefur aldrei fylgt fyrir- heit um létta leið eða hraðan og góð- an byr beint á áfangastað. Þau hafa reynst mörg skerin, sem hægt er að steyta á, og það má með sanni segja, að eldhuga þurfti, sem aðeins sjá í verki sínu háleit markmið, en láta aldrei úrtölur né torsótta leið villa fyr- ir sér, til þess að geta verið í farar- broddi svo árum skipti. Sjálfur man ég aðeins Ásmund Guðmundsson af þessum þremur fyrrnefndu forystu- mönnum. En mynd hans er tær og skýr í huga mér, og finnst mér sá dráttur einna sterkast dreginn þar sem er áhugi hans á að hvetja aðra í starfi sínu, vinna af enn meiri gleði, sækja ákveðnar á brattann, brýna sjálfa sig og aðra á því, að þeir eru að gegna háleitri þjónustu, þar sen1 konungurinn sjálfur lítur yfir, ekki úr fjarlægu hásæti, heldur sem sam- starfsmaður. Og þess vegna sé Þa einnig enn meiri ástæða til þess að hopa hvergi, rétt aðeins að kasta mæðinni öðru hverju, en missa Þ° aldrei sjónar á markinu, sem að er stefnt. Hann brýndi og hann hvatti, og styrkleikur hans var hvað mestur í Þvl> að hann gekk sjálfur ótrauður í farar- broddi, og var því öðrum auðveldari leiðin, sem hann ruddi hana betur- „Heilir allir í guðsríkisstarfinu“ mself' hann í ávarpi til presta, og þar sjáum við hann, heilindi hans, áræði hans og köllunarvissu, sem styrkti annarra þor. Þetta tímabil Prestafélagsins ein^ kennist þá líka af því að víðsýni e gott. Ásmundur benti eitt sinn á Þaðj að kirkjusaga íslands væri jafnfrar|1 þjóðarsagan, og að vissu leyti ma , snúa þessu við, þannig að hann I®1 þjóðarviðleitninni á hverjum tlð1. eðlilegt framlag og þátttöku k'r unnar. Það þótti því engum neitt em kennilegt við það, þótt fólkið, se

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.