Kirkjuritið - 01.06.1978, Side 22

Kirkjuritið - 01.06.1978, Side 22
myndu vera að finna á Brjánslæk um kirkjubygginguna og ákvað því að aka þangað í skyndi 60-70 km leið til að ganga úr skugga um þetta. Þegar þangað kom átti ég tal við ábúanda, glöggan og greindan mann, en hann var aðkomumaður í héraðið og kvaðst vera þessu ókunnugur. Gekk ég þá upp í kirkju, því að með sjálfum mér þóttist ég vita, að ég væri ekki að fara erindisleysu. Hlerar voru fyrir gluggum og dimmt inni í kirkj- unni. Ég gekk rakleiðis að' altari og þreifaði þar fyrir mér, og fann þar bók þegar í stað, sem varð mér til mikils hagræðis í vanda mínum, kirkju- reikningabók Brjánslækjarkirkju með dagsetningunni 22. maí 1907 á títilblaði, alla færða af sr. Bjarna Sím- onarsyni með natni og prýði. Kirkjureikningar þessireru um margt athyglisverðir, einkum þó fyrir það, að þær fjárupphæðir, sem þar eru færðar kirkjunni til tekna mun sr. Bjarni að mestu hafa greitt úr eigin vasa og ekki hafa haft mörg orð um. Sr. Bjarni var elskulegur og hlýr faðir sóknarbarna sinna, vammlaus og vítalaus drengskaparmaður. Var það táknrænt fyrir hann, sem sóknarbörn hans sögðu mér, að hann hafi aldrei viljað ótilneyddur slökkva Ijós, en var manna fúsastur til að tendra þau. Sr. Bjarna Símonarson vildi ég mega hafa sem dæmi, sem einskonar samnefnara fyrir alla góða presta fyrr og síðar, sem njóta og notið hafa þeirrar náðar Guðs að geta verið meðbræðrum sínum sannir leiðtogar í þrautum daganna, sönn fyrirmynd þeirrar göfugu listar að kunna að lifa vel og fallega sjálfum sér og öðrum til blessunar, - veratrúr köllun sinni allt til dauða. Sr. Bjarni andaðist í Rauðs- dal á Barðaströnd, er hann var á yfir- reið um prestakall sitt þann 16. marz árið 1930. Það er senn komið að leiðarlokum- Allri þjónustu lýkur fyrr eða síðar, bæði hjá mérog ykkur, bræðurgóðir- Ég fagna því að hafa fengið tæki- færi til að vinna fyrir Prestafélag íslands um árabil í ,,viðreisnarstjórn- um‘‘ félagsins með góðum drengjum, framsýnum og ötulum. Og vissulega höfum vfð haft árangur sem erfiði 1 fjölmörgum málum, sem varða heiH okkar, og margur vandi verið leystut á hinum seinustu árum. Ég vil árna Prestafélagi íslands allra heilla og blessunar um ókomm ár, og ykkur kæru bræður og systuh prestar og prestskonur, auðnu oQ lífshamingju, blessunar Guðs um ófarinn veg. 100

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.