Kirkjuritið - 01.06.1978, Page 40

Kirkjuritið - 01.06.1978, Page 40
eru skyldaðir til tímasóknar svo sem 75-80 af hundraði til að fá nám- skeiðið viðurkennt. Það á helzt við um kennimannlegt nám eða vett- vangsþjálfun. Og því má skjóta hér inn í, að lán úr lánasjóði eru undir því komin, að stúdent Ijúki tilskyld- um prófum, tilteknum fjölda nám- skeiða og eininga. Þá er þess enn að geta um nýju reglugjörðina, að í kjarna námsins eru 125 einingar, 15 einingar taka stúdentar svo á kjör- sviði og loks 10 einingar í frjálsu námi. Kjarni er nám, sem allir hljóta að Ijúka. Kjörsvið er vísindalegt sér- fræðinám. Þar er stúdentum gefinn kostur á að dýpka þekkingu sína á tilteknu áhugasvið innan deildar. Frjálst nám geta menn aftur stundað í smáskömmtum, ef þeim svo sýnist, og þeim er heimilt að sækja nám í aðrar deildir Háskólans, ef þeir hafa hug á og henta þykir. Vitanlega geta menn ekki tekið námsgreinar í þeirri röð, sem þeim sýnist, heldur verður það að fara að nokkru eftir föstum reglum, ein námsgrein getur verið forkrafa ann- arrar o. s. frv. Og skipan námskeiða í brautir eða ferla, sem svo eru kall- aðir, hefir smám saman tekið á sig skýrari mynd eftir því, sem tímar hafa liðið. Um þessar mundir er einmitt verið að ganga frá nýrri reglugjörð, sem fyrst og fremst er fínslípuð útgáfa af reglugjörðinni frá 30. ágúst 1974, samtímis því, sem verið er að hefla til reglugjörðir handa öðrum deild- um Háskólans. Því ber ekki að neita, að sumum þykir kennimannlegum greinum hafa verið skorinn helzti þröngur stakkur, þegar gengið var frá nýrri reglugjörð fyrir 4 árum. Undanfarin 4-6 misseri hafa einstakir kennarar ásamt fulltrúum stúdenta lagt mjög mikla vinnu í skipulagningu náms og samningu þessarar nýju reglugjörð- ar og þá ekki sízt vegna kennimann- lega námsins. Vill svo til, að ekki er ósennilegt, að deildarfundur gangi endanlega frá tillögum sínum að nýju reglugjörðinni nú um mánaða- mótin, ef að líkum lætur, samt með þeim fyrirvara, að staða kennimann- legs náms verður vonandi endur- metin enn frekar á næstu rnisserum og undir það rennt styrkari stoðum. Þá hlýðir að geta þess, að nú orðið er hægt að stunda B. A. nám í guð- fræðideild, og væntanlega verður unnt að Ijúka þaðan fullgildu B. A prófi er stundir líða. Hingað til hafa B. A. stúdentar í guðfræði orðið að sækja hluta námsins í aðrar deildm þar sem eðillega hefir þótt rétt að halda stillt af stað með þessa ný' lundu. Þetta verður að nægja að sinni um fyrirkomulag námsins í guðfraeði' deild, og hlýðir þá að fara nokkrum orðum um, hvert markmið þessa námssé. Ætli ekki, að við séum sammaia um, að hlutverk guðfræðideildar a frá 1911 hafi verið og sé enn sama og Prestaskólans frá 1847, að vei a guðfræðistúdentum eins haldgóða menntun til þess að gegna prests embætti í íslenzku kirkjunni og.unn^ er? Auk þess hefir menntun deilda^ innar almennara gildi, að brautsk vel menntaða guðfræðinga, se 118

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.