Kirkjuritið - 01.06.1978, Page 66

Kirkjuritið - 01.06.1978, Page 66
umróts, sem svo mjög setursvip sinn á íslenzkt þjóðlíf nú á tímum. Kirkjan er að því spurð, hvernig hún skilji hlutverk sitt á slíkum umbrotatímum, og hún veitir svar með þeirri þjón- ustu, sem hún veitir. Með tilvísun til þeirra guðfræðilegu viðhorfa, sem áður voru rædd, ætti Ijóst að vera, að kirkjunni er óeigin- legt að rísa gegn þjóðfélagslegum breytingum þeirra einna vegna. Boð- un fagnaðarerindisins um Jesúm Krist, sem er það hlutverk kirkjunnar, er yfirstígur öll önnur, er boðun þess orðs, sem komið er til þess að um- bylta mannlegri tilveru frá grunni. Stöðnunin fremur en breytingin ætti að vera kirkjunni hættumerki, hvort heldur hana er að finna innan eigin veggja eða utan. Á hinn bóginn er kirkjunni ekki eiginlegtað leggjaallar breytingarað jöfnu. Hún hlýtur jafnan að spyrja að því, hvort breyting sé til góðs, þ. e. hvort breytingin auðgi og efli hina góðu sköpun Guðs. En til þess að sú spurning falli ekki mátt- vana niður fyrir utan garð verður kirkjan að tileinka sér málefnaleika, er gerir til hennar miklar kröfur. Hún verður að gera sér far um að gjör- þekkja þau félagslegu öfl, sem eru að verki á hinum ýmsu sviðum þjóðlífs- ins. Til samans mynda þessi öfl lífs- mynstur, sem kveður á um afstöðu mannsins til eðlis og tilgangs mennskrar tilveru. Þekkinguna öðl- ast kirkjan ekki með öðrum hætti en að vera sjálf virkur þátttakandi á vett- vangi hinnar félagslegu nýsköpunar Þannig búin þekkingu er kirkjan und- ir það búin að beita þeirri skörpu félagslegu gagnrýni, sem eróumflýj- anleg, hvenær og hvar sem viðmiðun mennskrar tilveru er kunngjörð sem líf, sem lifað er öðrum í samræmi við réttlætiskröfu Guðs. Andspænis þeirri viðmiðun er alls endis Ijóst að víða er þörf að taka til hendi í íslenzku þjóðfélagi. Sérhyggjan, sem er andhverfa rétt- lætiskröfunnar, ræður víða ríkjum og setur svip ómennsku á athafnir vorar í einkalífi sem í opinberu lífi. En þá mætti spyrja. Er kirkjan þannig í stakk búin, að hún valdi því hlutverki að vera sem fleynn í holdi samfélagsins? Um það mætti flytja langtmál,en hérverðuraðeinstæpta einu atriði, er vér teljum skipta meg- inmáli. Jafnan þegar rætt er um kirkj- una og hlutverk hennar beinist at- hyglin að kirkjunni sem stofnun i þjóðfélaginu og embættismönnurn hennar. Svo rammt kveður að þessu. að allt að því er sett jafnaðarmerki á milli hlutverks kirkjunnar og hlut- verks prestanna. Þjónustuhlutverk kirkjunnarerað samaskapi skilgreint sem sú þjónusta, er prestarnir láta i té. Þeir messa, þeir skíra og ferma börnin, þeir gifta og tala á milli hjóna, þeir veita margháttaða sálusorgun, þeir vitja sjúkra og þeir jarðsyngj3- Þessi upptalning gefur fyrst og fremst eitt til kynna. í kirkjunni eru það prestarnirsem starfa, þeir þjóna, aðrir eru óvirkir. Þeir taka á móti þjónustunni. Að þessu leyti ber kirkj- an svip af því samfélagi, sem hun starfar í, velferðarsamfélaginu, ee þar er sá hugsunarháttur ríkjandi, a ríkinu, stofnuninni, beri að veita, mi er að þiggja. Þessir starfshættir eru að voru mati á engan hátt samboðnir 144

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.