Kirkjuritið - 01.06.1978, Page 68

Kirkjuritið - 01.06.1978, Page 68
Um frelsi kristins manns, eftir Martein Lúther Trúin veitir ekki aðeins það, að sálin verði full náðar eins og orð Guðs, frjáls og hólpin, heldur tengir sálina einnig Kristi eins og brúði brúðguma sínum. En af því hjóna- bandi leiðir, eins og Páll segir, að Kristur og sálin verða einn líkami (sjá Efes. 5,30). Þá verða eignir beggja, lán og ólán báðum sameign; það, sem Kristurá, það á hin trúaða sál; það, sem sálin á, verður eign Krists. Þannig á Kristur öll gæði og sælu: þau á sálin. Eins hefur sálin allar ó- dyggðir og synd: þær verða eign Krists. Hér hefjast nú hin gleðilegu skipti og þræta: Úr því að Kristur er Guð og maður, sem hefur aldrei syndgað, og réttlæti hans er ósigrandi, eilíft og almáttugt, þá tekur hann sér til eignar synd hinnar trúuðu sálar með brúðar- hring hennar, þaðertrúnni, og gjörirekkert annaðen eins og hann hefði framið hanasjálfur. Þátekur hann og dreg- ur í sig syndirnar. Því að hið ósigrandi réttlæti hans er öllum syndum yfirsterkara. Þannig hreinsast sálin með morgungjöfinni, það er: verður laus og frjáls vegna trúar- innar og gædd hinu eilífa réttlæti brúðguma Krists. Er þetta nú ekki gleðilegur ráðahagur, þar sem hinn auðugi, göfugi, trúi brúðgumi, Kristur, gengur að eiga hina aumu, fyrirlitnu drós og losar hana við alt illt og prýðir hana öllum gæðum? Þá geta syndarar ekki fyrir- dæmt hana, því að þær hvíla allar á Kristi og hann hefur tekið þær í sig. Hún á því svo ríkulegt réttlæti í brúðguma sínum, að hún geturafturstaðizt fyriröllum syndum, þótt á henni liggi. Um það segir Páll í I Kor, 15,57: ,,Guði séu þakkir , sem gefur oss sigurinn fyrir Drottinn vorn Jesú, Krist." Úr þýðingu sr, Magnúsar Runólfssonar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.