Kirkjuritið - 01.06.1978, Page 76

Kirkjuritið - 01.06.1978, Page 76
sjálfur Drottinn lagði fyrir, er hann sagði: Drottinn blessi oss og varðveiti oss, Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir oss og sé oss náðugur. Drottinn snúi sínu augliti að oss og gefi oss frið.“ Eða þessa úr Davíðssálmi 96: ,,Guð, vor Guð, blessi oss og öli endimörk jarðar óttist-hann. Amen.“r,ft Eg trúi því, að Kristur hafi farið svo að, er hann steig upp til himna og blessaði læri- sveina sína. En biskupinum er þetta frjálst, í hvaða röð hann vill neyta, beggja efna eða útdeila. Hann get- ur hvort tveggja, nefnilega helg- að brauð og vín áður en hann neytir brauðsins, eða hann getur strax neytt brauðsins eins og hinir, sem vilja, inn á milli helgunar brauðs og víns. Því næst helgar hann vínið og gefi svo öllum að drekka. En þannig virðist at- ferli Krists hafa verið svo sem orð guðspjallsins hljóða, að hann hafi boðið að neyta brauðsins áður en hann helgaði kaleikinn, því að hann segir greinilega: „Sömuleiðis og kal- eikinn eftir kvöldmáltíðina og þá fyrst, eftir bergingu brauðs, getur þú séð, að kaleikurinn hafi verið helgaður. En þetta atferli, sem er alltof nýtt, leyfir ekki, að það sé gjört eftir helgunina, sem vér höfum talað um áður, nema því ætti að breyta. Þetta ályktum vér um messuna, en í öllu þessu ber þess að gæta, að vér gerum ekki lögmál úr frelsinu né neyð- um þá til að syngda, sem gera öðru- vísi eða láta eitthvað ógjört, aðeins að þeir láti orð helgunarinnar óhögguð og gjöri þetta í trú. En þetta skal vera at- ferli kristinna manna, barna hinnar Hér er átt við Ps. 67:7n. 154 frjálsu konu, sem gera þetta fús og af hjarta, en geta þó breytt svo oft og á hvern hátt, sem þau vilja. Þvf að ekki er það svo, að einhverjir skuli girnast eða skipa fyrir um einhverja nauðsyn- lega gerð eins og um lögmál væri að ræða í þessum efnum, og hann fjötri samvizkurnar eða hrjái þær. Því les- um vér ekki um neitt fullkomið dæmi hjá hinum fornu feðrum né í frum- kirkjunni, um þetta atferli, nema í rómversku kirkjunni. En hafi þeir fyrir- skipað eitthvað eins og lögmál í þess- um efnum, þá ætti ekki að virða það, þar eð þetta getur hvorki verið fjötrað né ætti að fjötra með lögum. Því næst, iðki mismunandi menn mismunandi atferli, skal enginn annan dæma ne fyririíta, en hver og einn vera sér nóg- ur með skilningi sínum og hið sama hyggjum vér og álítum einnig, ef vér iðkum sitt hvað, þá láti sér einn þókn- ast atferli annars, aðeins að margvís- legar skoðanir og sérflokkar leiði ekki af sér mismunandi atferli eins og skeð hefir í rómversku kirkjunni. Því að ytri siðir draga oss ekki að Guði, þótt vér getum ekki verið án þeirra eins og vér getum ekki verið án fæðu og drykkjar. Eins er það, að fæðan laðar oss ekki að Guði, en trú og kærleiki laða oss að Guði. Því skal það ráða eins og Páll segir: ,,Ekki er guðsríki matur og drykkur, heldur réttlæti, friS- ur og fögnuður í Heilögum Anda- Þannig er ekkert atferli guðsríki, held- ur trúin hið innra með oss o. s. frv. Messuklæði höfum vér ekki nefnt, en vér ályktum um þau eins og annað atferli. Vér leyfum, að frjálst sé a® 60 Gal. 4:31

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.