Kirkjuritið - 01.06.1978, Side 78

Kirkjuritið - 01.06.1978, Side 78
ráðleysi til máltíðar Drottins verðugir og óverðugir eins og vér höfum séð að hingað til hefir gjörzt í rómversku kirkjunni, þar sem ekki hefir verið sótzt eftir öðru en að bergja og alls engin hugsun eða þekking verið um trúna, huggunina né neyzlu og ávexti mál- tíðarinnar. Já — þeir hafa hulið sjálf innsetningarorðin kirfilega, nefnilega sjálft brauð lífsins, já — þeir hafa gert það með hinu mesta kappi, ætlandi að þeir, sem bergja vinni góðverk af verðleik sínum, en ekki það, að þeir næri og styrki trúna sakir gæzku Krists. Vér viljum algjörlega útiloka og fjarlægja þá frá samfélagi þessarar máltíðar, sem ekki hafa getað svarað, eins og rétt áðan var nefnt, sem væru þeir án brúðkaupsklæða.05 Ennfremur, þar sem biskupinn hef- ur séð, að þeir skilja þetta allt, þá at- hugi hann einnig, hvort þeir sanni þessa trú og skilning með lífi og hegð- an sinni, því að Satan bæði skilur þetta einnig allt og getur talað um það, það er að skilja: sjái hann ein- hvern hórkarl eða hjónadjöful, drykkjurút eða háðgjarnan, lausingja, illmálgan eða alræmdan fyrir aðra op- inbera glæpsemi, þá skal hann úti- loka hann með öllu frá þessari mál- tíð, nema hann sanni með Ijósum rök- um, að hann hafi breytt líferni sínu. En þeim, sem stundum hafa hrasað og snúið við og hafa hryggzt af falli sínu, ber ekki að neita um þessa máltíð heldur skulum vér miklu fremur vita, að einmitt sakir þeirra er þessi há- leita innsetning gjörð, svo þeir endur- lífgist og styrkist, ,,því að allir hrösum vér margvíslega“ og ,,vér berum hver annars birði" og vér leggjum birðar hver á annan. En eg tala urn þá, smánarana, sem blygðunarlaust og óttalaust syndga, en lofa þó engu minna mikla hluti úr fagnaðarerindinu- Því næst er þetta, þegar messa er sungin, þá komi þeir, sem ætla arS bergja saman, á einn stað og standi í einum hóp. Til þessa var altarið fundið upp og sömuleiðis kórinn. Ekki svo, að það hafi einhverja þýðingu fyrir Guð, að menn standi hér eða Þar eða það auki trúna einhverju, heldur er það nauðsynlegt, að þeir sjáist o9 þekkist augljóslega af þeim, serTI bergja og þeim, sem ekki bergja, sV° að líferni þeirra verði auðsærra, auð' prófaðra og greinilegra, því að berg' ing þessarar máltíðar er hluti játing- ar, þar sem menn játi fyrir Guði, eng1' um og mönnum, að þeir séu kristnm Þess vegna ber að aðgæta þetta t'1 þess að menn nái ekki til sín sakra- mentinu eins og heimulega og síðan blandi sér meðal annarra og e verði vitað, hvort þeir lifa vel eða iH3, Samt vil eg ekki festa þetta sem IÖ9' mál, heldur benda á það eitt, hva' sómasamlegt sé og hvað hæfile9l frjálsum kristnum mönnum að hafas* að frjálsir. Um einkaskriftir fyrir bergingu hy99 eg eins og eg hefi kennt hingað nefnilega, að hvorki sé nauðsynlegt ne skuli krefjast þeirra, þótt þær séu ny* samar og ekki skuli fyrirlíta þ®r' Þaf eð Drottinn hvorki bauð þessa máltí sem algjöra nauðsyn né festi öana með lögum, heldur lét það fnals «5 Matt. 21:11 156

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.