Jörð - 01.02.1940, Síða 4

Jörð - 01.02.1940, Síða 4
ffilUHllHimt Hér er sýnishorn af mánaÖarriti, sem hf. JörÖ- leyfir sér að bjóða yÖur fyrir 12 krónur á ári. — Þetta hefti er 64 bls. fyrir utan auglýsingar, eins og þér sjáiÖ — en það er á yðar valdi, hvort rit- kemur áfram út með þeirri stærð — eða stœrra — eða hvort fyrsta heftið verður einnig hið síðasta. Það þarf 3000 ársgreiðslur til þess, að útgáfan beri sig með þeirri stærð og þeim frágangi og því höfundavali, sem þetta hefti sýnir. Það þarf 5000 ársgreiðslnr til þcss, að þér fáið 100 bls.-hefti mán- aðarlega með sömu gæðum, að viðbœttri meiri fjölbreytni og fyll- ingu. Iivað ætti að geta aftrað yður frá að leggja fram 5000 kaupendur, þegar þér eigið það víst, að fá í staðinn tímarit, sem aldrei hefir átt sér neina hliðstæðu hér í landi ? Þér þurfið ekki að bera neitt sérstakt traust til vor, til þess að geta treyst þessu. En það erum vér, sem berum það sérstaka traust til yðar, að haga áætlunum vorum í stóru og smáu út frá þeirri trú, að það sé óhætt að kosta rniklu til og selja þó ódýrt: Þér mynduð meta það, þegar svo vel væri boðið og taka boðinu — nógu margir til þess, að það bæri sig. Á því myndu allir græða — það ligg- ur í augum uppi. Verðið þér hins vegar ekki nógu margir, sem skipið yður utan um þessa augljósu staðreynd, með því að lofa að greiða 12 krónur á ári — nú, þá kemur auðvitað ekkert framhald af þessu 1. hefti. Áskrifendurnir, sem komnir væru, yrðu aldrei krafðir. Enginn á neitt á hættu -—- ekki einu sinni vér: skaði vor væri vís og vér fengjum hann vafalaust margfaldlega bættan með lofsamlegum eftirmælum! En cf þér verðið nógu margir — ef þév verðið jooo — og þó að þér verðið ekki alveg svo margir, til að byrja með, — þá fáið þér mánaðarlcga sams konar hefti og þetta. Og ef þér verðið 5000 (og þó að þér verðið ekki alveg svo margir til að byrja með), þá fáið þér sem sagt 1200 blað- síður á ári fyrir 12 krónur — og gáið þér að, hvílikar blaðsíður. Kæru landar! Það er í þessu sem svo mörgu öðru: samtökin orka undrum. Látið oss njóta þess, að vér höfum bent yður glöggt á, hvers þau eru umkomin í tímaritaútgáfu. Þér munuð þá sjálf- ir njóta þess, eins og þér sjáið. Mánaðarrit með 100 bls. heftum yrði þjóð vorri hreint og beint menningar-lyftistöng, ef sæmilega væri á haldið. JORÐ

x

Jörð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.