Jörð - 01.02.1940, Qupperneq 7

Jörð - 01.02.1940, Qupperneq 7
LANDIÐ OKKAR TIGNARLEGT ris þaS úr sjó, þegar maður nálgast þa'ð af hafi utan. Hrífur geðið likt og hetjuljóð, eilífðarkennt, örlagaþrungið. Það er ekkert smátt til í fari þess. Þótt svipurinn sé margbreytilegur, er hann allsstaðar ákveðinn og á- sjónan hrein. Þessa aðdáanlegu bersögli í hverjum drætti á það aðallega nekt sinni að þakka, og svo himnunum hreinu, er yfir það hvelfast. Stuðlar hamranna eru eins og stuðlar i rígbundnu ljóði. En stórhrikaleiki fjallanna og jökulskildir, brimgarðurinn við strönd- ina og öskur æðandi hafs og storkandi storma sjá um andríkið, lífsþunga og bragarblæ. Það er eins og Edduljóð steypt í stein. Tignin hverfist áður varir í hátign. Það er engu öðru landi likt. Því þó að nyrzt í Noregi og sumstaðar við Miðjarðahafið séu til fjallamyndajiir, er leitt geti hugann að íslenzku landslagi, þá er þó í Noregi ekki um að ræða nema yfirborðs samsvip; sál landsins er önnur; sjálfstæði, takmörkun og einmanaleik eyjunnar vantar tilfinnanlega. Og á Ítalíu er ófrjóleikinn og örfokið af öðru tagi, og víðast hvar íblandið suðrænum gróðri draumlíkra garða, er brjótast inn milli fáskrýddra fjalla eins og blítt æfintýri moldar og mildi. Hinn algera og andfrjóva ófrjóleika, er ræður um auðnir íslands — hina fullkomnu fátækt, lífsins einasta óraskandi ríkidæmi — er þar hvergi að finna. Fyrir okkur, sem hér erum alin, á það engan sinn líka. Sál okkar er steypt í móti dala og fjalla frá kynslóð til kynslóðar, hvort sem okkur er það ljóst eða hulið; lund okkar er skilgetið afkvæmi íslenzkra árstíða. Innra með okkur búa vor íslands, vet- ur og sumur, ekki bara þau, er við höfum lifað, heldur einnig vetur, vor og sumur langt fram úr öldum; arfur, er við ávöxt- um í lífi okkar og breytni, eins og við erum menn til, hver og einn, og sem líf okkar og breytni er ávöxtur af. Við erum bundin þessu landi, eins og rímið ljóðinu. Hvað það snertir, erum við undir álögum, er ekki verður hrundið. Það er enginn sá íslendingur fæddur, er sér að skaðlausu geti slitið bönd við land og þjóð. Maður, fæddur og uppalin á íslandi, get- ur hvergi átt fyllilega heima nema á íslandi. Stundum kveður svo rammt að þessu, að við liggur tröllskap og fjölkynngi. Það mundi koma í Ijós, ef safnað væri heimdraumum og -draum- JÖRD 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Jörð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.