Jörð - 01.02.1940, Page 14

Jörð - 01.02.1940, Page 14
Heimsókn til Einars Jónssonar IÞETTA sinn komum vér aðeins í vinnustofu snill- ingsins — höfíSum aldréi séS hann sjálfan fyr. Húsbónd- inn tekur oss með þeirri hjart- anlegu, látlausu alúÖ, sem ósjald- an auÖkennir yfirburSamenn. Hann kynnir oss konu sína, danska aS uppruna: ,,Þetta er minri elskulegi förunautur — frá því er hún var 17 ára.“ í vinnu- stofunni er ,,fullt“ af líkneskj- um og hækkuÖum lágmyndum. flest nýlcga steypt í gips, sumt eldra. Stærsta myndin er stór- eflis líkneski, huliÖ, enn í leir. Vér lítum á myndirnar. Þarna er mikið likneskjukerfi: andinn slítur hlekki sína og steypir farg- inu fram af sér. Þarna er upo- hleypt lágmynd, sem heitir Al- eigan: öldruð kona þrvstir smá- barni að barmi sér með örvænt- ingarafli. þegar ,,Grýla“ ætlar að hirða það, en raunar er „barnið“ trúin — og á næstu grösum eru riddarar lífsins, reiðubúnir til hjálpar, ef á þá er kallað. Þarnn situr Jakob litli svo að segja á háhesti Esaús bróður sins — og fer vel á með þeim. Jakob er svo fallegur og vel vaxinn, barns- legur og yfirburðalegur í senn. í mynd þessari má sjá fagra og sanna mynd af afstöðu guðs- barns og skepnu í manninum —- þegar hann hefir fitndið sjálfan sig. Oss verður starsýnt á konu- 12 líkneski: sýnist, að þar muni húsfreyjan sjálf hafa verið fvr- irmvndin. Það stafar af því kyr- lát tign, sem minnir á Thorvald- sen. Höfundurinn staðfestir hug- mynd vora um fyrirmyndina. Við hinu síðara, sem vér höf- um einnig haft orð á, svarar hann: „Eg elska Thorvaldsen.“ Vér tökum nú að spyrja hann um álit hans á takmörkum og aðferðum listar. Hann hefir auð- vitað látið verkin tala skýru máh’ um það — að því er hann sjálf- an snertir. En margmáll um þau efni ér hann ekki. „Mín skoð- un“ er viðkvæði hans í þeirri umræðu — og það er einkenni- legt um það orðtak, að það hef- ir tvær alveg gagnstæðar þvð- ingar í málinu — eftir því. hvernig það er sagt — (er m. ö. o. nokkurs konar íslenzk kín- verska!). í munni Einars Jóns- sonar lýsir það hinu sama og al- úð hans við ókunnan gest: hjart- anlegu lítillæti. „Þetta er svo mikið smekksmál“, segir hann, — en svo liggur við, að hann gleymi sér sem snöggvast. þvi hér er komið nærri hjartarótum manns, sem er í nánustu tengsl- um við sanna list. „Mér finnst annars“, heldur hann áfram. „smekkurinn nú á dögum bera á sér ýms sjúkleikaeinkenni. Það er meðal margra einkenna um sjúkan aldaranda. Kynslóðin JÖRU

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.