Jörð - 01.02.1940, Page 40

Jörð - 01.02.1940, Page 40
nafntogaða skáldsaga eftir A. J. Cronin „Borgarvirki“ í prýði- legri þýðingu eftir Vilmund Jónsson landlækni; rekur í henni hvert nýtt viðfeldið íslenzld: orðatiltæki annað. Þá hefur höfðingi íslenzkra þýðenda, Guðmundur Finnbogason, þýtt nokkrar léttar kímnisögur eftir Wodchousc, „Ráff undir rifi hverju"; er bókin bráðskemmtileg og þýðingin ekki síðri. Loks hefur komið út afareinkennileg skáldsaga eftir Stenback, amer- ískan höfund; heitir hún á ís- lenzku „Kátir voru karlar", og hefur Karl ísfeld þýtt hana. Bókin er lýsing á einkennilegum útigangsmönnum lífsins og hátt- erni þeirra og hugarfari, og er hráðskemmtileg og einkennileg. Það hefur bersýnilega ekki ver- ið lambið að leika sér við, að koma þeirri bók á íslenzku, en það hefur verið gjört svo lag- lega, að furðu sætir. Essayismi — greinaskrif — er listtegund, sem fáir íslenzkir höfundar hafa lagt fyrir sig, enda þótt hún sé í miklum met- um höfð annarsstaðar, og birt- ist hér fátt á því sviði. Á þessu ári hefur komið út eitt slikt safn, „Vordagar" eftir Jónas Jónsson skólastjóra, og hvort sem menn nú vilja hafa sálufélag við hann að öðru eða ekki, verður þvi ekki neitað, að hann er einn hag- asti maður á þessa listgrein hér- lendis, og er þessi bók glöggur vottur þess. 38 EKKI vil ég svo við skilja, að ég minnist ekki á eina tegund bóka, mjög nauðsynlega, sem bókaútgefendur fyrst hafa farið að gefa sig að fyrir al- vöru á síðari árum; það eru barnabœkur. Til slíkra bóka þarf að vanda sérstaklega vel, því bækurnar eru ekki börnum til skemmtunar einnar, heldur og til uppeldis, og vill maður ekki, að neitt sé haft fyrir þeim þar, sem manni þykir óhollt. Fyrir nokkru þurfti ég að kaupa bók handa strákling, og sá ég i einum búðarglugga spánnýja útgáfu af hinu alkunna æfin- týrasafni af Hróa lietti, sem bókaútgáfan Heimskringla hafði gefið út, að vísu ekki 1939, held- ur 1937. Þegar ég var strákur, las égHróa hött í þýðingumHall- dórs Briems og Jóns Ólafssonar og hafði mestu ánægju af. Ég keypti því bókina, en mundi þá eftir ráði, sem faðir rninn sál- ugi hafði lagt mér, að gefa ald- rei barni bók, nema ég hefði les- ið hana sjálfur. Ég las því bók- ina, og mér til mikillar skelf- ingar og undrunar sá ég, að hún var harðvítugur áróður fyrir stjórnmálastefnu þá, sem nefnd er kommúnismi, og er í flestum siðuðum löndum hvorki talin í húsum hæf né kirkjugræf. Það er ósæmilegt að hefja pólitisk- an áróður við börn og óharðn- aða unglinga, og ég býst við, að fáir, sem í grandaleysi gefa Frh. á bls. 63. JÖRÐ

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.