Jörð - 01.02.1940, Page 46

Jörð - 01.02.1940, Page 46
á það í haust, að koma öllum almenningi þar í landi til þess að taka upp moðsuðuna." — „Hvað er það eiginlega — moð- suða?“ spurði nú ungfrúin úr sveitinni. Það sá víst enginn nema ég, að konunni minni hálf- brá við spurninguna. „Hún er þannig, góða mín, svaraði hún, „að þú velur þér traustan kassa, nærð þér í smáólarspotta — eða lamir, ef þær eru við hendina — og neglir lokið á kassann, en á hinn gaflinn neglir þú keng — gætir komist af með girð- ingarkeng (konan mín á sem sé dálítinn túnblett, sem hún hef- ir látið girða, — ja, ég á þetta nú eiginlega ....); „á lokið lætur þú hespu (nú renndi ung- frúin úr sveitinni til mín hálf- ráðaleysislegu auga) — já, — þú yrðir ekki í vandræðum með það, góða min, ef þú hefðir á- huga á að fara drjúglega með eldsneytið. Og þá held ég þú yrðir ekki í vandræðum með að tálga þér lokustubb. Kassinn verður að vera til muna stærri en pottarnir, sem látnir verða x hann; skaftpottar eru óhentugir til moðsuðu. Ef kassinn er lang- ur, má hafa í honum tvö hreið- ur .... “ „Hreiður! ?“ varð ungfrúnni að orði. „Já, fyrir potta, góða mín! Þegar gengið hefir vei'ið frá lokinu, fóðrar þú kassann, botn, hliðar og gafla með dagblöðum eða þess hátt- ar, þó nokkuð margfalt, — fest- ir pappírinn vel — og treður 44 hann hér um bil fullan af góðu, vel þurru heyi og útbýrð um leið mátuleg hreiður fyrir þá potta eða þann pott, sem þú ætlar einkum að nota. Hey- þykktin á hliðum þar, sem skemmst er til hreiðursins, verð- ur að vera a.m.k. 3 þumlung- ar, en spönn í botni. Þá gerir þú þér 4 þumlunga þykkan hey- kodda úr sterku efni og neglir neðan á lokið; gáir þess, að lok- ið, þannig útbúið, falli þétt. Þegar þú svo ferð að nota þenna gæðagrip, þá fyllir þú pottinn alveg upp á barma. Og maturinn verður að vera bók- staflega sjóðbullandi, þegar þú lætur hann í moðsuðuna. Þú hefir kassann rétt við hendina; vefur í skyndi flónelsstykki eða þvilíku utan um pottinn (að of- anverðu a.m.k.), drífur hann i hreiðrið, lætur heykodda ofan á (hann verður að fylla vel út í kassann) og lokar.“ Konan mín gerir nú hlé, til þess að hin unga stúlka fái aðeins ráðrúnx, til að láta eyrun anda, en þá segir fornvina mín hin ísfirzka: „Hvað skyldi eiga að sjóða lengi undir moðsuðuna?“ „Það fer eftir ýmsum ástæðum", svarar konan mín, „og satt að segja er óhjákvæmilegt að að prófa sig dálítið áfram með það. Rís og önnur smágrjón nægir að sjóða í 5 mínútur eða vel það, en hafa það í moðsuðunni í allt að 3—-4 stundir. Baunir verður að sjóða í stundarfjórðung. Ket JÖRÐ

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.