Jörð - 01.02.1940, Blaðsíða 47
verÖur að sjóÖa kringum hálf-
tíma á eldi. En svo ver'ður aÖ
bregða matnum snöggvast yfir
eld, um leið og hann er borinn
fram. ÆtliS þið bara nógan tíma
til moðsunðunnar."
„Það eru nú víst annars
margar aðferðir, sem nota mætti
til þess að draga úr eldsneytis-
kostnaði,“ segir fornvina mín
(ég mundi nú, að í gamla daga
gróf hún upp úr bókum og blöð-
um allar mögulegar nýjungar,
er hagnýtar mætti telja, og bjó
mig nú undir að hlusta á er-
indi ekki fyrirferðarminna en
það, er konan mín hafði flutt
nreð svo miklum ágætum;
minntist ég nú augnaráðs forn-
vinu minnar, er Finnlendingana
bar á góma, og hugðist að
launa henni, með því að veita
meiri athygli hinum hýru tillit-
um sveitastúlkunnar okkar (þau
voru nú satt að segja fvllilega
þess virði, því að hún vissi auð-
sjáanlega sjálf ekkert af þessum
þögulu ávörpum sínum). „Það
eru allskonar áhöld til,“ hélt nú
fornvina mín áfram,“ allskonar
áhöld, stærri og smærri, sem eru
ávextir hinar hraðvaxandi tækni
síðustu ára og spara eldsneyti
til verulegra muna. Auðvitað
kostar talsvert að eignast þau,
sum hver, en það getur borgað
sig ágætlega engu að síður. Hugs-
ið ykkur t. d. Aga-eldavéUna,
þar sem svo stendur á, að kon-
an verður að hafa ein á hendi
verkin á stóru heimili. Það má
JÖRÐ
mikið vera, ef ekki má spara
bæði farmrúm, svo um munar,
og erlendan gjaldeyri, áður en
langt um líður, ef yfirvöldin
gengju nú að því með nokkurri
samkvæmni og festu og athug-
un, að láta flytja inn í landið
allar nýjungar á þessu sviði, sem
áunnið hafa sér almenna viður-
kenningu og allir nota í ná-
grannalöndunum — segjum Sví-
þjóð og Bretlandi, — og þvi
ekki að læra af Ameríkumönn-
um líka; við verðum hvort eð
er líklega rnargt til þeirra að
sækja fyrst um sinn.“ (Forn-
vina mín tók sér málhvíld, enda
var kaffi enn í bollanum henn-
ar. Eg gat þegar til kom ekki
að mér gert að hlusta á hana
— það mikið hafði eg dáðst að
henni í skólanum í gamla daga,
þegar allur veraldarinnar vís-
dómur virtist gjósa upp úr
hennar fagra hálsi, — hvílík
fyrirmynd fyrir gosbrunni! datt
mér nú í hug). „Það eru nú
t. d. gufusuðupottarnir“ hélt
hún áfram, „í tveimur og þrem-
ur hœðum. Það er ekki ama-
legt, skal ég segja ykkur — eft-
ir því, sem ég hefi lesið — að
geta soðið fjölbreytta máltíð á
einu holi — auk þess, sem það
er miklu betri meðferð á holl-
ustuefnum t. d. garðmatar, að
gufusjóða, heldur en sjóða í
kannski miklu vatni, eins og ég
er viss um, að margar gera, og
hella svo vatninu burt með öll-
um steinefnunum og fjörefnun-
45