Jörð - 01.02.1940, Síða 49

Jörð - 01.02.1940, Síða 49
Jæja — loksins verður þá af því, AÐ VÉR íslendingar tökurn á oss rögg og hættum aÖ láta eins og vér ættum heima í óbyggilegu landi, en hefjúm ræktun á grænmeti og káli á borð við aðrar siðaðar þjóðir. „Neyð- in kennir naktri konu að spinna“. Vér höfum frá öndverðu fram- leitt spakmæli á borð við hverja þjóð aðra, — en að framleiða til eigin þarfa af náttúrugæðum lands vors, hefir oss miður látið. Vér höfum upp á síðkastið hag- að oss ekki ósvipað kálfi, sem sleppt er úr fjósi í fyrsta sinn. Nú — blessuð forsjón kálfanna (þ.e.a.s. vér sjálfir) bjargar þeim nú venjulega, og birgir þá svo- litið inni á eftir — og líkt eru oss búin bjargráð og vér birgðir inni í gaddavirs- og grjótgirðingu innflutnings- og gjaldeyrishaft- anna. Og vér hefjum upp augu vor og finnum oss stadda í rnatjurtagarði. Verra gat það verið. Forsjónin hugsar ekki lakar um oss, en vér um kálfana. hvernig þær fara með rafmagn, gas og eldsneyti, eða nenna a. m.k. ekki að leggja neina stað- fasta alúð i meðferð þessara fjármuna. En ef úr þessari þjóðarvakningu, sem blessuð samsteypustjórnin á að vera merkilegt tákn um, verður eitt- hvað meira en byrjunin — og stríðið sér nú líklega um það — þá fáum við sífelldar brýn- ingar þeirra, sem aðstöðu hafa til slíks: opinberra starfs- manna, blaða, útvarps og hús- rnæðra, um notadrjúga og spar- samlega meðferð allskonar fjármuna, sem hafðir eru um hönd í húshaldinu, og innflutn- ing á heppilegustu tækjum, sem nútímatæknin hefir fram- leitt, ásamt greinilegri, prentaðri tilsögn um meðferð áhaldanna, sem oft hefir verið ábótavant JÖRÐ hjá okkur íslendingum, svo að mikil verðmæti hafa farið í súg- inn — þ. á. m. hin innilega á- nægja af góðu áhaldi, sem er í lagi, — en það hefir nú líka oft verið af trassaskap. Á hann á, sem sagt, líka að herja.“ Þegar hér var kornið sögu, þoldi ég ekki vel rneira af svona ískaldri skynsemi ofan í heitt kaffið, og með því að það reyndi lika dálítið á taugar mínar að vera svona undirorpinn segul- mögnum úr þremur áttum í einu, þá bað ég hina fríðu borðnauta mína að hafa mig afsakaðan: ég þyrfti að fara og skrifa grein. Þær héldu auðvitað, að hún ætti að fjalla um stjórnmál og tóku því hið bezta. Það er ekki víst um undirtektirnar, hefðu þær vitað, að þetta er greinin. Kvenhollur. 47

x

Jörð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.