Jörð - 01.02.1940, Síða 56

Jörð - 01.02.1940, Síða 56
iÖ gæti að haldi í því efni. Hin fyrsta þessara þriggja orsaka er heil- brigÖ. Hin önnur á sama rétt á sér — að því leyti, sem hún hefir ekki geng- ið út í öfgar. Hin þriðja mun frá sjónarmiði flestra íslendinga rang- snúin. Þannig er þá líkams- rækt vorra daga, eins og svo margt annað : eðlileg, gæti verið full af fyrir- heitum — en öllu má snúa i villu, hversu gott sem það er í sjálfu sér. Hefir þegar verið ymprað á tveimur afvegum. Sá er hinn þriðji, að líkamsmenningin snúist upp í kappleikafár og jafnvel atvinnu- grein fárra, en allur þorri fólks verði einberir áhorfendur. EF VÉR viljum nú athuga, hvernig vor eigin þjóð stendur í þessu ístaði, þá mætti byrja með því að líta dálítið á al- mennar kringumstæður fyrst. íslenzka þjóðin er ung, — umfram allt menningarlega------vér, sem höfum yfirgefið að mestu vora gömlu, ]jjóðlegu menningu. íslenzka þjóðin er afskekkt. Og hún hefir engan vigbúnað. Hún œtti að geta nytjað hina undursam- legu fræðilegu möguleika nútíma-likamsmenningar að ýmsu leyti almennar og frjálsar en flestar eða allar aðrar þjóðir. AÐ er ekki lengra síðan en á blómatíma ungmennafélags- skaparins, að íþróttaáhugi gagntók æskulýð landsins. Það hafði margt fagurt og karlmannlegt i för með sér, — en gat þó ekki náð mjög almennu gagnvirku gildi, ])ví að bæði vantaði það gamlan menningarstofn og fræðilega undirstöðu nútímans. Á síð- ustu árum hefir hinn alþjóðlegi íþróttaáhugi náð enn almennari tökum á æskulýðnum, — í Reykjavík — og enda víðar — hann er meira að segja tekinn að síjast út i sveitirnar----------og þá er að nota sér þau tækifæri, sem hin fræðilega þekking á þess- um sviðum veitir nú orðið um fram nokkurn fyrri tíma. Það á ekki að þekkjast nú dögum, að íþróttir séu iðkaðar af kappi án staðgóðrar þekkingar á þeim jarðvegi, sem jurt íþróttalífsins dafn- 54 JÖRÐ

x

Jörð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.