Jörð - 01.02.1940, Side 62

Jörð - 01.02.1940, Side 62
„Ja hérna! Og sú, sem ég gaf þér næst áður, brann líka.“ „Þú hlýtur að halda okkur nokkuð kærulausar." „Þetta gerir ekki par,“ og nú brosti frú Fowler. „Mér er svo miki'ð yndi að því, að búa út tehettur handa þér. Ég fer í búð á morgun og kaupi mér silki.“ Frú Tower stóð sig vel. „Ég á þetta ekki skilið, elsk- an mín! Vantar prestskonuna ekki tehettu?“ „Ég er nýbúin að ganga frá henni,“ anzaði frú Fowler, og nú ljómaði hún. Ég tók eftir, er hún brosti, að tennurnar í henni, smáar og jafnar, ljómuðu alveg sérstak- lega. Þær voru að sínu leyti ó- svikin fegurð. Satt að segja brosti hún yndislega. En mér fannst ekki seinna vænna, að leyfa konunum að eig- ast við, eins og við þær átti, og kvaddi. SNEMMA næsta morguns hringdi frú Tower til mín og ég heyrði undir eins á rödd- inni, að nú var henni eitthvað niðri fyrir. „Nú er ég þó ekki alveg blá- snauð af fréttum,“ sagði hún, er hún hafði heilsað. „Jane ætlar að — gifta sig.“ „Hvaða dauðans vitleysa." „Kærastinn hennar kemur hingað í dag til kvöldverðar, tii þess að verða kynntur mér, og nú vil ég, að þér komið líka.“ 60 „Æ — ég verð fvrir.“ „Ég held nú ekki. Jane átti sjálf uppástunguna að því. Ætlið þér. að koma?“ Það 3auð í henm hláturinn. „Nú, hver er hann, þessi ná- ungi ?“ „Ég veit ekki. Hún segir mér, að hann sé húsameistari. Getið þér bara gert yður í hugarlund mannsefnið hennar Jane?“ Ég hafði ekkert við bundið, og engum var treystandi betur en frú Tower, til að gefa mér vel að borða. Þegar ég kom, var frú Tower ein fyrir, klædd glæsilegum te- kjól — ofurlítið ungæðislegum. „Jane er að leggja smiðshögg- ið á sjálfa sig. Ó, hvað ég hlakka til, að þér sjáið hana. Hún veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga. Hún segir, að hann til- lúðji sig. Hann heitir Gilbert, og þegar hún talar um hann, verð- ur hún svo spaugileg og titrandi í málinu. Ég ætla alveg að rifna.“ „Hverju skyldi hann vera lík- ur?“ „Það get ég alveg getið mér til um, — verið þér viss. Stór- eflis karlhólkur, sköllóttur, með roknagullfesti þvert yfir bumb- una. Stór, feitur, nauðskafinn, rauður í framan og mjóraddaður. Frú Fowler kom inn. Hún var í svörtum kjól úr mjög stífu silki, niðurvíðum, með slóða. Hálsmál- ið var skorið í ofurlítið, ófram- færið V og ermarnar náðu nið- ur að olnbogum. Um hálsinn bar JÖRÐ

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.