Jörð - 01.09.1942, Blaðsíða 18
Tyrirkomulag þetta komið í veg fyrir, að hinir raunverulegu hæfi-
leikar þjóðarinnar yrðu nýttir. í fyrri lieimsslyrjöldinni hafi al-
menningur verið spanaður upj) með því að lofa honum mannsæini-
legu lífi, en forréttindastéttirnar hafi haft lag á því að pretta þjóð-
ina um efndirnar, er til kom. Vonleysi og áhugaleysi hafi gagn-
tckið hana. Eitt hafi forréttindastéttirnar óttast og hatað svo að
næst hafi gengið geðveiki: bolsjevisma. Þess vegna hafi þær, með
Chamberlain og Ilalifax í broddinum, ekki aðeins bafnað banda-
lagi við Rússland á fyrri árum Hitlers og sótzt eftir vináttu lians
og N'azista og komið i veg fyrir, að svo að segja nokkurt satt orð
heyrðist í Bretlandi um vigbúnað og fyrirætlanir Þjóðverja og við-
búnaðarleysi Breta, — heldur hafi dulin áhrifaöfl á meðal þeirra
beinlínis og ítrekað bruggað hrezka hérnum fullkomin fjörráð. í
fyrsta lagi hafi geysilegar fjárupphæðir, sem veittar voru til víg-
búnaðar, ekki verið notaðar til hans svo, að teljandi sé. í öðru
lagi hafi brezki lierinn, sem var í Frakklandi rúmt missiri fyrir
leiftursókn Þjóðverja þangað, verið látinn vera allan þann tíma
svo gott sem útbúnaðarlaus, hvernig svo sem yfirhershöfðinginn,
Gort, kvartaði og heimtaði. Þegar Þjóðverjar geystust fram, hafi
Gort tvisvar verið gefnar fyrirskipanir að heiman, er haft hefðu
algera eyðingu hers hans í för með sér, ef hann hefði lilýtt þeim;
í annað skiptið hafi fyrirmælin verið studd hinum lævíslegustu upp-
lýsingafölsunum. Er þetta dugði ekki, hafi honum verið veitt, óum-
heðið, heimild til allsherjar uppgjafar. En þá hafi hrezki flotinn
(undir yfirstjórn Churchills) komið öflum þessum á óvart með J)ví
að bjarga hernum frá Dunkirk. Enn séu sterk öfl að verki, sem
heldur vilji stofna sigri bandamanna í hættu, en að Rússar kom-
ist í beina sigurvegaraaðstöðu. Til Jæirra hafi Hess verið sendur.
Hann, erkiþrjótur, sé í dekurhaldi og yfirleitt sé ríkjandi á hæstu
stöðum „riddaraleg“ tillitssemi og kompánaskapur gagnvart her-
stjórn og konungafólki möndulveldanna, er spái allt öðru en góðu
um hreinleg úrslit styrjaldarinnar.*) Aumast sé, að Churchill, sem
Ihaldsflokkurinn lagði sig árum saman fram um að bæla niður,
allt til styrjaldarinnar, sé nú allur kominn á band sérréttindaklík-
unnar, er hafi ábyrgðarleysi að ófrávíkjanlegri kröfu og óbreytan-
leika Englands að hugsjón og takmarki. Hann hafi gengið í gildru.
er hann tók við stjórn íhaldsflokksins um leið og hann gerðist
forsætisráðherra og að vissu leyti þjóðarleiðtogi.
*) Vér minnumst Jiess nú, að hafa lesið J)að í vönduðu amerísku
timariti, að hertoginn af Windsor sé álitinn standa mjög nærri
Jiessum brezku Nazista-vinum, og hafi ]>að verið aðahmdirrót ]>ess,
að hann var knúinn til að segja af sér. Sigri Þjóðverjar, verði
hann aftur gerður að Bretakonungi.
208
JÖRD