Jörð - 01.09.1942, Blaðsíða 20
Pearl S. Buck:
SAGA
VIÐSJÁR
Stutt saga úr Kínastyrjöldinni
MARTIN LIU var hálf-utan við sig, er hann steig út úr
lestinni á járnbrautarstöðinni í Peking. Allt var ó-
breytt; það var nákvæmlega eins og hann liafði gert
sér í liugarlund í þan sjö ár, sem hann hafði dvalið erlendis.
En nú hafði hann svo lengi hlakkað til heimkomunnar, a&
þegar stundin rann upp, var hann sem i draumi.
Hann skyggndist um og kom þá auga á Wang Ting, einka-
ritai'a föður síns, og Siu-li systur sina. Þau voru að leita Iians
í mannþrönginni, en hann varð fyrri til að sjá þau. Hann
kallaði og Siu-li sá Iiann og veifaði til hans skrautlegum,
rauðleilum hálsklút. Hún flýtti sér áköf til móts við liann,
en ritarinn aldraði kom í hurnátt á eftir. Martin hafði ekkí
séð tvíburasystur sína í öll þessi ár. Hann hafði oft hugsað
til hennar og ])ótl liann hefði séð margar myndir af henni,
kom framkoma og fegurð þessarar ungu konu, sem nú rétti
iionum liönd sína, honum dálítið á óvart.
„Eldri hróðir“, mælti hún hliðlega. Hann var tveim stund-
um eldri en hún.
„Er þetla þú sjálf, Siu-li?“ spurði liann og brosti van-
trúaður.
„Vissulega er það engin önnur en ég,“ svaraði hún hros-
andi. „Og Wang Ting er hér líka.“
Wang Ting kom nær og líneigði sig og Martin kinkaði
kolli. Hann minntist með hlýju þessa manns, sem hafði ver-
ið fulltrúi föður hans frá því, að hann fyrst mundi eftir sér.
Ivoma Wang Tings þýddi það, að faðir hans kæmi ekki. Það
urðu honum vonhrigði, þótt Iiann vissi áður, að faðir hans
kæmi ef til vill ekki til móts við hann. Og þó voru liðin sjö ár
— og hann var eini sonurinn.
210
JÖBI>