Jörð - 01.09.1942, Blaðsíða 40
kvæmasta grein fyrir allri tilhögun verksins og' tilgangi,
legu, dýpt og lögun skurðsins, afstöðu lians í framræslukerf-
inu o. fl. Með öðrum orðum, að reyna að setja okkur inn í
hinn vísindalega lilgang verksins.
Að aka skarni á völl hefur alll frá dögum Njáls þótt frem-
ur lítilmótlegur slarfi. Ef ég nú spyr: Hvað er mykja? mundu
flestir svara, að hún sé saprindi búfénaðar. Hinn vísindalega
sinnaði verkamaður, sem dreifir mykju á völl, mundi svara,
að mykja væri jurtanæring og í því ljósi mundi liann skoða
starf sitt og haga því þannig, að mykjan sem jurtanæring
geti komið að sem beztum notum, en þá þarf hann líka að
vita margl um eðli þessa áburðar og um eiginleika þeirra
jurta, sem eiga að hagnýta liann.
Ef þeir, sem hin líkamleg- störf vinna, ynnu þau yfirleitt
með vísindalegu hugarfari, mundi þeim ekki aðeins verða
vinnan aðgengilegri og léttari, heldur mundu skilyrðin til
verklegra umbóta og framþróunar aukast stórkostlega, auk
þess sem stór verðmæti mundu sparast, sem nú fara forgörð-
um vegna þess, að allur fjöldi þeirra, sem störfin vinna, hafa
vanmetið hlutverk siít.
M ÍÞRÓTTAGILDI vinnunnar er það lil marks, að bæði
fyrr og síðar hefur miktum vinnuafrelgum verið á lofti
haldið eigi síður en öðrum afrekum; mætti vafalaust finna
þess allmörg dæmi i fornsögum, án þess að grípa til ham-
fara aflraunamanna, svo sem vegagerðar berserkja Víga-
Styrs eða þess þá Ormur Stórólfsson slær völl i föðurhúsum
eða her hey í garð hjá karli föður sínum. Ilef ég ekki rann-
sakað þetta mál á þeim veltvangi, en vel má benda á Ásbjörn
Vegghamarr sem dæmi þess, að góð vinnuafköst voru á þeim
tímum allvel metin. Ásbjörn segir, þegar Þórir Englandsfari
vill ekki selja lionum varninginn vegna féleysis hans: „Ekki
er ek fémikill sagður, en er þó skjótt aflandi á verkum mín-
um og þrifsemi“. Á siðari öldum hafa og mvndast æfintýri
um verldeikni ýmsra manna, svo sem slátt Magnúsar sálar-
háska, og fyrir fáum árum var það alltítt, að kappsláttur
væri meðal íþrótta á héraðsmótum og skipaði þar virðulegan
230 jörð