Jörð - 01.09.1942, Blaðsíða 46
hitum. Dúnn var tekinn í hverri leit, en æðaregg aldrei. Á
haustin.var svo dúnninn hreinsaður og var versta vinna, Dún-
tekjan iijá okkur var 100 til 120 pund, en á Revkhólum miklu
meira.
Annars fór dúntekjan þannig fram: I hverri leit var dúnn
tekinn úr flestum hreiðrum, mismunandi, eftir því, hve mik-
ill dúnn var í hreiðrinu. Við höfðum litla poka, sem við lét-
um dúninn í. Áður en farið var í bátinn, var helt úr smá-
pokunum í einn stóran, og þegar heim kom og þurrkur var
á, var allur dúnninn látinn á segl og þurrkaður og tekið úr
honum þang og hey. Þegar tími vannst til, tók aðallireinsun-
in við, dúnninn var hitaður í stórum po tti, síðan látinn á
streng (snæri, ,,dúngrind“) og hristur og nuddaður; því næst
var hann látinn í 10—15 punda poka, sem'voru úr drifhvítu,
fínu lérefti. Sum árin gáfu kaupmennirnir 18—20 kr. fyrir
pundið, en síðar féll dúnninn mikið.
Lundatekjan:
Ég’ ætla að lýsa þeirri veiðiaðferð, sem hölð var í öllum
Breiðafjarðareyjum. Ég lilakkaði til hennar, en nú fer hroll-
ur um mig, þegar ég hugsa um þetta.
Lundinn kom lil okkar í byrjun júnímánaðar, og þá kom
hústurninn okkar að góðu haldi. Við vissum hér um hil hve-
nær prófaslur kom. Fórum við börnin og enda fleiri þá upp
í turninn og höfðum með okkur langan kíki, sem draga miátti
sundur og saman, og nú var ldkt út á Breiðafjörðinn. Svo
mikil mergð var af fuglinum, að í góðu veðri sáum við lunda-
hópana í kíkinum í hálfrar mílu f jarlægð. Þarna voru margar
þúsundir saman komnar, enda var svo lalið, að taka msetti
7000 „lundaunga“ á liverju hausti. En auk þess var aragrúi
í urðum, sem ekki náðist.
Nokkrum klukkutímum eftir að sást til lundans, voru
varpstaðir lians, ejrjabalar og urðir, þaktir af honum. Ég
minnist þess enn, hve öllum á heimilinu þótti ánægjulegt.
þegar hvitu bringurnar sáust úr stofugluggunum okkar i
klettunum á Aluirey, sem lá um 2—300 faðma frá húsí
okkar.
Nú skal lýsa því atriði í lífi lundans, sem ég kann engu
236 JÖRÐ