Jörð - 01.09.1942, Blaðsíða 36
ararnir í þorpunum gáfu lienni brauð, á testofunum fékk hún
kollu með heitu tei og hvar sem hún kom, báru litlu farand-
matsalarnir henni núðlur og jurtaolíu í skál og hristu höf-
uðin, þegar hiin bauð þeim borgun.
„Við vinnum öll fvrir ættjörðina,“ sögðu þeir stundum
hátíðlega.
Mengan varð algjörlega að sjá heim farborða, ekki sízt, er
þau komu lengra vestur á bóginn, þar sem hún var eins og
heima hjá sér, en þau voru öllu ókunnug. Siu-li klæddist nú
karlmannsfötum, til þess að lélta sér gönguna, og Marlin
var kominn í bændabúning, en Mengan var alllaf í tötraleg-
um strákafötum, þegar hún ferðaðist um herteknu héruðin.
Þau gengu til liádegis, horðuðu þá og fengu sér blund við
veginn, en héldu síðan áfram göngunni framundir miðnætti.
Þannig leið liver dagurinn af öðrum, unz þetta var komið
upp í vana og fortíð varð eins og óljós draumur.
„Skyldi föður okkar falla það illa, að við fórum?“ spurði
Siu-li dag nokkurn, þegar þau sátu og hvildu sig.
„Ilann veit, hvers vegna við fórum,“ svaraði Martin.
Mengan horfði dreymandi í áttina til hæðanna, sem blán-
aði fyrir i fjarska.
„Það eru sex ár, síðan ég sá foreldra mína,“ sagði hún allt
í einu.
„Langar þig ekki aftur til þeirra?“ spurði Siu-li.
„Stundum,“ svaraði Mengan. „En þá minnist ég þess, að
liverfi ég heim, nær gamli tíminn aftur valdi á mér og ég
verð gefin manni, sem ég hef aldrei augum litið og evði æv-
inni inni í læstum húsagarði. Og þá stekk ég á fætur og held
áfram ferðinni.“
Hún hafði aldrei sagt svona mikið fyrr. Það brá fvrii'
leiftri í augum tiennar, er hún talaði, en það var allt og sumt.
Martin lmgsaði með sér, að í brjósti þessarar ungu veru bærð-
ist tilfinningar, sem hann hafði ekki órað fyrir.
„Varstu ung heitin manni?“ spurði hann.
Hún kinkaði kolli þegjandi og hann gat ekki fengið sig til
þess að spyrja frekar.
Allan þenna tíma höfðu þau farið yfir hertekin landsvæðu
226 JÖRP