Jörð - 01.09.1942, Blaðsíða 50
ári, liaust og vor, en komið gal fyrir, að piltarnir væru uin
vikutíma, ef veður var óhagsætt.
Mataræði:
Kl. 10 á morgnana var maturinn þessi: Brauð og smér,
rildingur, svið, lundabaggi, rúllupylsa og hangiket, reyktur
rauðmagi og magálar, súrir sellirevfar og selgómur, — vit-
anlega ekki allar þessar tegundir í einu; svo mjólk eða graut-
ur. Ivaffi á hádegi. Kl. 3: grautur, selket, kofa eða sauðaket
með kartöflum, baunir og ket eða ketsúpa. Stundum linaus-
þykkar haunir með sméri eða tólg út í. Fólkinu var skannnt-
í<ð, stúlkunum í þriggja marka skálar, en piltunum í fjöguri-a
marka. Fólkið sat á rúmum sínum, er það mataðist, og borð-
aði með skeið og sjálfskeiðung. Man ég vel, að piltarnir stungu
stundum hníf sínum í kjötbitann, þegar súpa eða baunir voru,
og sleiklu af þeim.
Við hörnin borðuðum með foreldrum okkar og húskenn-
ara, þegar liann var, og gestum, þegar þeir voru. Hvítur dúk-
ur var ávalll á borðinu og svokölluð „plaltmanasía“ með
salti, sinnepi, pipar og ediki. Það er ]iví víst arfur úr föður-
garði, að ég :á afar-ei'fitl með að horða mat án þess að hafa
sall eða sinnep. Afi minn borðaði alltaf einn vegna handriðu.
Askar voru ekki notaðir. Kl. 9 á kvöldin var mélmjóllc og
slátur. Mélmjólk var soðin mjólk, sem kastað var út á nxöl-
uðum heilgrjónum.
Bx'ennivin sást aldrei á heimilinu, og aldrei sá vin á nokkr-
um heimilismanni.
INNUBBÖGÐ OG KLÆÐNAÐUR:
’ Fimm fullvinnandi stúlkur voru á heimilinu. Ein þeirra
gerði ekkert annað allan veturinn en vefa. Var allur ytri og
innri fatnaður vinnufólksins heimaofinn og einnig rekkju-
voðir í rúm. Hinar stúlkurnar tætlu og spunnu, vinnumenn
kembdu, og ég eitthvað á stundum; hláþráður vildi lcoma á
hjá mér, ef ég tók í rokk. Móðir min sneið öll föt, og þau voru
auðvitað öll saumuð heima. Eins og ég hef áður sagt, unnu
stúlkurnar i miðstofunni við ofnhita, því ofn var í stofunni-
Þá var ofn inni í stofu afa míns og einn ofn i svokallaðri
240 JÖBÐ