Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 8

Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 8
4 Jón Helgason: Prestafélagsritið. inn. En til þess þurfti nægan og hollan bókakost, svo að augu manna gætu opnast fyrir því, að hinar evangelisku hugs- anir, sem siðabótarmenn höfðu barist fyrir, væru í fylsta sam- ræmi við heilaga ritningu, enda þaðan runnar og því í allan máta kristilegar, — og réttur skilningur á tilgangi siðbótar- innar veitast öllum almenningi. En eins og til hagaði í hinu mikla strjálbýli hér á landi varð þessu takmarki bezt náð með því að gefa út góð, uppbyggileg og fræðandi rit. En til þess þurfti aftur að fá prentsmiðju setta á fót úti hér, því að prentun íslenzkra bóka erlendis var bæði kostnaðarsöm og miklum annmörkum bundin, sérstaklega vegna þess hve ósýnt útlendum mönnum var um stílsetningu bóka á íslenzka tungu, sem prentarar ekki skildu, svo að bækurnar urðu svo fullar af prentvillum, að einatt var örðugt að komast að réttri mein- ingu. Jón biskup Arason hafði fyrir all-löngu sett á fót prent- smiðju — hina fyrstu hér á landi — og rekið hana með hjálp séra Jóns Mattíassonar hins sænska. Þetta prentverk, sem hafði verið rekið á Breiðabólsstað í Vesturhópi og vafalaust hefir verið ærið fáskrúðugt, keypti Guðbrandur nú og fékk það, með aðstoð Páls Sjálandsbiskups vinar síns, endurbætt og aukið, svo að hann gat farið að nota það, og tekist að koma í framkvæmd áformum sínum um útgáfu góðra bóka til fróðleiks og leiðbeiningar alþýðu og prestum. Hér er nú ekki staður til að minnast á nema hið allra helzta af ritum þeim, er Guðbrandur lét prenta. Fyrsta ritið var »Lífs vegur® eftir Niels Hemmingsen kennara og unnanda Guðbrands biskups á námsárum hans. En meginafrek Guð- brands í bókagerð hans og það, sem halda mun uppi nafni hans meðan kristin þjóð byggir þetta land, verður prentun heilagrar ritningar, sem þar birtist í fyrsta skifti öll í íslenzkri þýðingu. Kom hún út fullprentuð árið 1584 og á prentun hennar að hafa staðið yfir IV2 ár, sem þó naumast getur náð nokkurri átt, enda þótt sagt sé, að sjö manns hafi lengst af unnið að setningu og prentun. Sjálfur hafði biskup alla yfir- umsjón með verkinu og er allur ytri frágangur Guðbrands- biblíu svo ágætur, að hana má telja meistaraverk að prentun-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Prestafélagsritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.