Prestafélagsritið - 01.01.1927, Qupperneq 21
Prestafélagsritið.
Guðbrandur Þorláksson.
13
gjaldslaust við presta, lagði hann af tekjum sínum ár hvert
prestunum á Kvíabekk og Fagranesi 1 hdr. hvorum. Er þetta
fagur vottur þess, hvert áhugamál biskupi var, að hagur
prestastéttarinnar mætti batna. En það er sízt alt til bókar
fært, sem biskup gerði vel í garð presta, allra helzt þeirra,
er bágast voru staddir. Þótt hann því hins vegar með mikilli
alvöru fyndi að við presta og stundum hafi mátt svíða undan
þunga og beiskju orða hans, þá verður þess örsjaldan vart,
að honum væri sýndur mótþrói eða óvild af nokkurum þeirra.
En þótt Guðbrandur biskup ætti vinsældum að fagna með
prestum, sannaðist á honum í ríkum mæli, að »ekki er spá-
maður metinn í sínu föðurlandi«, enda hefir það því miður
lengi í fslendingseðlinu legið að sjá ofsjónum yfir Sengi ann-
ara og jafnframt tilhneiging til að troða skóinn niður af af-
burðarmönnum sínum, til þess að aftra því, að þeir kæmust
of langt fram úr öðrum. Atti Guðbrandur biskup lengst af
biskupsferils síns í baráttu við þennan íslenzka skaplöst. Með
lofsverðum tilraunum sínum til að bæta hag prestastéttarinnar,
gæta hagsmuna biskupsstólsins og réttinda, og til að vinna á
móti siðleysi manna, bakaði hann sér megnustu óvild ýmissa
manna og leiddist við það út í harðar deilur, þar sem einatt
var höggið nærri mannorði hans. Hins vegar var Guðbrandur
maður ráðríkur og fastheldinn við það, sem hann áleit rétt
sinn eða stólsins, geðríkur og óvæginn, þegar því var að
skifta, og veitti erfitt að þola meingerðir annara svo að hann
byði fram hægri kinnina ef lostinn var á hina vinstri. Það varð
einkum til að hleypa öllu í bál, að Guðbrandur heimtaði aftur
undir stólinn ýmsar jarðeignir, sem með ólögum höfðu undan
honum gengið í tíð fyrirrennara hans, og jafnframt lagði kapp
á að ná undir sig og ættingja sína eignum, sem ranglega
höfðu verið teknar að forfeðrum hans. Sókn biskups í þessu
máli varð m. a. til þess, að óvingaðist með honum og ýms-
um mönnum, er nú sátu á umræddum eignum og hugðust með
réttu eiga. Risu út af þessu mestu málaferli, enda sáust óvild-
armenn biskups lítt fyrir í vali á meðölum til þess að koma
biskupi á kné. Meðal annars lagði Jón lögmaður frá Svalbarði