Prestafélagsritið - 01.01.1927, Side 71
Prestafélagsritið.
Kristileg festa.
63
kant að meta, veizt ekki hve miklum þroska gefa náð. Þetta
upplag þitt er gudleg nádargjöf. Þá gjöf verður þú að fara
vel með, því að þér er ætlað að stefna hátt, verða þegn guðs-
ríkisins og keppa að æðstu fullkomnun. Lífskjör þín eru tæki-
færi til þess að ná þessu takmarki, þau eiga að vera þér til
hjálpar, en ekki til hindrunar á brautinni til fullkomnunar.
Alt er þetta „talenta“ þín, sem þú átt að ávaxta í lífi þínu
með samvizkusemi og trúmensku. Vertu aldrei vonlaus, en
treystu góðum Guði til að styrkja veikan vilja þinn og hjálpa
barninu sínu á þroskans braut.
Kristinn maður fer ennfremur með spurningar sínar unt
heiminn til frelsara síns og spyr: Hvernig á ég að líta á
heiminn og heimsgæðin? Hvað er verst í heimi og hvað er
bezt? Hvert gildi hafa heimsgæðin og hvernig á maðurinn
að notfæra sér þau? — Hjá Jesú Kristi fær hann svar á
þessa leið: Verst í heimi er syndin, eigingirnin, hún er leiðin
til þess að týna sjálfum sér, glata því sem mest er um vert.
Mestur í heimi er aftur á móti kærleikurinn; það er leiðin
fil lífsins eilífa. — Heimsgæðin hafa ekkert varanlegt gildi;,
þau fá gildi sitt við það, hvernig með þau er farið. Þau má
nota í þjónustu syndar og spillingar, en einnig sjálfum sér og
öðrum til þroska og blessunar. Þau eru frá Guði runnin, eru
gjafir hans, ætluð til þess að vera meðul að æðra markmiði,.
en hafa ekki markmið í sjálfum sér. Þessvegna ríður á að
nota heimsgæðin rétt, sem trúir ráðsmenn gjafa Guðs. Nota
þau í þjónustu kærleikans til þess að fegra og betra heiminn.
Kristinn maður fer loks með framtíðarhorfur sínar og
annara til frelsara síns og spyr: Hvers má ég vona? Hvers
niega aðrir vona? Hvað tekur við að þessu jarðlífi loknu?
— Hjá Jesú Kristi fær hann svar á þessa leið: Allir eiga.
líf í vændum að þessu jarðlífi loknu. Hvernig það líf verður,
fer eftir því, hvernig þessu jarðlífi hefir verið lifað. Líf í
synd og sjálfselsku getur engum verið gæfuvegur; þvert á
móti lendir sá í myrkri og ógæfu. Líf í kærleika, til Guðs.
og manna, leiðir aftur á móti til eilífa lífsins. Alt er bundið
við hjartalag hvers manns og hver einn skapar sér örlög sín.