Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 141
Presfaféiagsrifið. Séra ]ón Þorsteinsson píslarvottur. 133
þeim. Séra ]ón talaði gott fyrir fólkinu, og hefir vafalaust
enn bent þeim á það, að nú kæmi sá refsidómur Guðs, sem
hann hafði lengi boðað að koma myndi. Heyrðist þá fóta-
dynur mikill, og í því lak niður fyrir hamarinn blóð þess, er
uppi var og Tyrkir drápu þar. Segir svo sagan þannig frá:
»Þá segir presturinn við konu sína svoleiðis: Þar koma þeir
Margrét, skal ég og fyrstur ganga þeim á móti«. En hún
bað hann fyrir Guðs sakir að yfirgefa sig ekki. En sem þau
voru enn að tala þetta sín á millum, komu morðingjarnir þar.
Nú sem þeir sáu prestinn, mælti Þorsteinn (strákur sá er fyr
er nefndur), sem áður hafði frá honum strokið, en var kom-
inn í lið þeirra, og búinn að burtkasta þeirri sáluhjálplegu
trú — segir hann til séra ]óns: »Þú ert hér! Skyldir þú ekki
miklu heldur vera að kirkju þinni?« Prestur svarar: »Eg var
þar árla í morgun, nú em eg hér, en í kvöld verð ég í himn-
inum, að Guðs vild en ekki þinni«. Hann hjó (hann) þá þvert
yfir ennið í sama sinn, en prestur útbreiddi báðar hendur og
sagði: »Ei þarf meira við. Drottinn ]esú meðtak þú minn
anda í þínar hendur; ég befala mig Guði. Ger þú til hið
frekasta maður!« Svo fékk hann annað höggið. Þá svarar
prestur: »Nú mun nægja«. Hjuggu þeir nú hvað af hverju,
þar til þeir sundursöxuðu hann sem fleiri. En kona hans í
mesta ofboði reif traf af sér, og lagði það yfir höfuð síns
framliðna manns. Þar eftir hröktu Tyrkjarnir báðar mæðg-
urnar, Margrétar að nafni, og son hans, ]ón, frá líkamanum
og alt það, sem þar tórði, að Dönsku-húsunum«.
Frásögn þessi er svo ljós að vel mætti ætla að hún væri
eftir sjónarvott, en þó er athugavert það, sem um Þorstein
þennan segir, því að séra Ólafur Egilsson, sem hertekinn var,
getur hans alls ekki í sinni frásögn. Segir hann aðeins, að
enskir menn hafi vísað Tyrkjum leið. Og þó er hitt merki-
legra, að hann getur beinlínis um það, að Margrét prestsfrú,
sem var honum samskipa út, hafi bent honum á banamann
séra ]óns, og var hann tyrkneskur. Séra Ólafur ósannar því
þetta atriði í sögunni um píslarvætti séra ]óns. Og sannast
að segja er ekki alveg laust við, að maður hafi það á til-