Prestafélagsritið - 01.01.1927, Qupperneq 172
164
Ásmundur Guðmundsson:
Prestafélagsritið-
Mestar umræður urðu um bráðabirgðatillögur handbókarnefndar til
breytinga á helgisiðabókinni. Var kosin nefnd til þess að íhuga þær, og
hafði séra Stefán Kristinsson framsögu fyrir hennar hönd. Yfirleitt þóttu
breytingartillögurnar fil bóta, en þó voru menn ekki ánægðir með orða-
lag sumstaðar og komu með nýjar uppástungur. Sérstaklega mun erfitt
að hafa þau orð yfir við jarðarfarir, er öllum getist vel að og þyki há-
tíðleg. En þar sem tími var lítill fyrir hendi og vanda þarf samningu
helgisiðabókar sem bezt, svo að ekki þurfi að skifta um mjög oft, þá
var það ákveðið, að prestarnir skyldu gera sínar athugasemdir heima í
góðu tómi og senda svo einum þeirra, er kosinn væri til þess að vinna
úr tillögum um breytingar á helgisiðabókinni, er kæmu frá prestum Hóla-
stiftis hins forna, og senda þær til aðalnefndarinnar í Reykjavík. Kosn-
ingu hlaut séra Stefán Kristinsson.
Minst var á laun presta. Fær engum sanngjörnum manni dulizt það,
að þau eru í rauninni óboðleg hverjum þeim manni, sem helgar prests-
starfinu alla krafta sína. Því að hann getur ekki Iifað á þeim með fjöl-
skyldu. Eigi aftur á móti að hafa prestþjónustuna að aukastarfi og í-
gripastarfi, þá kemur hún að harla litlum notum. Þjóðin verður að búa
svo að prestum sínum, að þeir fái notið sín við aðalstarf sitt. Sigurður
prófessor Sívertsen skýrði frá því, er Prestafélag Islands hefði gert á
liðnu ári til þess að reyna að bæta Iaunakjörin, og hefði að undirlagi
þess á synodus verið kosin 5 manna nefnd til frekari framkvæmda í því
máli og samvinnu við presta um land alt. Fundarmenn kusu séra Stefán
Kristinsson til samstarfs við nefndina fyrir hönd norðlenzkra presta.
Um borgun fyrir aukaverk var svohljóðandi nefndarálit samþykt :
Nefndin lítur svo á, að prestsstarfið verði óandlegra við það, að
borgað sé fyrir skírn, fermingu, hjónavígslu og greftrun, og auk þess
komi það gjald jafnt að kalla niður á fátækum mönnum og efnuðum og
iðulega þeim, er sízt skyldi. Fyrir því Ieyfir hún sér að bera fram svo-
hljóðandi tillögu:
„Fundurinn skorar eindregið á kirkjustjórnina að beita sér fyrir því,
að sérstök borgun fyrir aukaverk presta falli niður að lögum, en föst
Iaun þeirra hækki sem svarar því, er áætla má, miðað við fólksfjölda,
að aukatekjur nemi í hverju prestakalli. Þóknun fyrir tækifærisræður
haldist sem áður“.
Nefnd var kosin á fundinum til þess að íhuga það, hvort stofna
skyldi deild eða deildir á Norðurlandi í Prestafélagi Islands og hvort
halda ætti áfram prestafélagi hins forna Hólastiftis. Voru þessar tillögur
hennar og náðu samþykki fundarins:
a) Prestafélag hins forna Hólastiftis haldi áfram að stárfa og nái yfir
sama svæði og áður og haldi fundi að minsta kosti annað hvort ár.
b) Stofnaðar verði tvær deildir í Prestafélagi Islands á Norðurlandi,
önnur fyrir Húnavatns- og Skagafjarðar-, hin fyrir Eyjafjarðar- og