Prestafélagsritið - 01.01.1927, Page 182
174
Erlendar bækur.
Prestafélagsritiö.
þessum, þá verður honum aldrei borið það á brýn, sem stundum hefir
þótt viðbrenna hjá annars merkum sálarfræðingum, er þeir fóru að rita
um átrúnaðinn, að hann „komi ekki auga á átrúnaðinn í átrúnaðinum",
sem aftur kynni að standa í sambandi við, að höfundurinn er sjálfur
trúaður maður; en það verður í lengstu lög eitt af meginskilyrðunum fyrir
réttum skilningi á átrúnaðinum og því, sem er insta eðli hans og rót.
I hinu fyrnefnda riti, sem dr. Berggrav nefnir „Þröskuld átrúnaðarins"
og mun vera doktors-ritgerð, sem hann varði fyrir tveim árum á háskól-
anum í Osló, er gerð tilraun til að sýna fram á, hversu átrúnaðurinn
brýzt fram í sálu mannsins, þ. e. myndast og mótast sem vitandi lífs-
hræring í sálu hans. Setur höfundurinn tilorðning átrúnaðarins í sam-
band við tilhneigingu, sem hann telur eitt af megineinkennum andlegs
lífs mannanna og birtist sem þrá eftir að komast út yfir þau takmörk,
sem lífið setur („den grænseoverskridende Tendens"). En sú tilhneiging
gerir ekki síður vart við sig í hugsanalífi voru, siðferðilegu lífi voru og
í lisfinni, en í átrúnaðinum. En þá fyrst verður átrúnaðurinn til, er „ég“
mannsins teygir sig inn yfir þröskuldinn og leitar sambands við það,
sem er hinumegin, þ. e. fyrir innan þröskuldinn. Og það er mikilsverð-
ara en alt annað fyrir hið innra líf vort, að það samband sé raunveru-
legt, því að lífsþróun vor er því skilyrði bundin, að sálarlíf vort endur-
nýisf við strauma þá, sem þaðan berast oss út yfir þröskuld átrúnaðarins
og meira að segja án þeirra strauma mundi öll menning vor líða undir lok.
í síðarnefnda ritinu, „Trúarkendin í heilbrigðu sálarlífi“, er eins og
titillinn bendir til gerð grein fyrir hinni trúarlegu tilfinning og hve mikil-
væg hún sé fyrir trúarlífið, þróun þess og heilbrigði, jafnframt því sem
oss er tekinn vari við því að leggja of mikla áherzlu á tilfinninguna og
að eigna henni of mikið gildi. Og þessa hins síðarnefnda gerist mikillega
þörf, ekki sízt á síðari tímum, svo algengt sem það er að gera átrúnað-
inn að tilfinningamáli, að eintómri gælukendri tilfinningasemi.
Rit þetta er í þremur aðalköflum. Fyrsti kaflinn er um „tilfinning og
frú“, annar kaflinn um „hið kristilega tilfinningalíf“ og þriðji kaflinn um
„hugarfar og heilbrigði".
Svo mikil freisting, sem hefði getað verið til þess að rekja alla
höfuðstefnu ritsins, og benda á hinar mörgu einkennilegu og skarpvitru
athuganir, sem þar eru gerðar, þá er hvorttveggja, að rúmið leyfir það
ekki á þessum stað, enda finnur sá, er þetta skrifar, meira til van-
máttar síns til að gera það eins vel og bókin á skilið, en svo, að hann
áræði að færast það í fang.
Tilgangurinn með línum þessum var þá líka aðallega sá, að benda
sérstaklega prestum á bæði þessi rit og hvetja þá til að eignast þau.
Að vísu er það ekki beint áhlaupaverk að lesa rit eins og þessi, svo að
gagni verði. En það er hins vegar sannfæring mín, að sérstaklega væri
þess mikillega óskandi, að prestar vorir kyntu sér rit um þetta efni, þeir