Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 4

Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 4
STJARNAN. Eftir CNARLES DICKENS, L ÞaB var einu sinni drengur, og hann hljóp um víöa og veitti athygli öllu, sem fyrir augun bar. Hann átti systur, sem var á líku reki og hann; þau unnust hugástum og voru ætíö saman. Allan liðlangan dag- inn voru þau aÖ furÖa sig á ein- hverju. Þau furÖuÖu sig á fegurö blómstranna; þau furðuöu sig á, hvaö hin.ininn var hár og blár; þau furöuðu sig á, hve hið tæra vatn gæti verið djúpt, og þau furöuöu sig á, hvaö guð, sem hefði skapað þennan fallega heim, hlyti að vera góöur og mikill. Þau voru stundum að tala um þaÖ, hvort blómstrunum og vatninu og himninum myndi ekki þykja fyrir, ef öll börn á jörðunni dæi einhvern tíma. Jú, þeim hlyti að þykja fyrir því, „vegna þess“—sögðu þau— ,,að blómknapparnir eru börn blómstranna, lækjirnir litlu, sem skoppa ofan hlíöarnar, eru börn vatnsins“, og allra minstu ljósdepl- arnir, sem á hverju kvöldi leika feluleik á loftinu, væru auðvitað börn stjarnanna. Og þessum öll- um myndi vafalaust þykja mikiö fyrir, ef þau yrðu að sjá af leiksystk- inum sínum — börnum mannanna. Það var ein skær og skínandi stjarna, sem var vön aðkomaáloft- ið á undan hinum. Hún var nærri kirkjuturninum, — beint yfir gröf- unum. Börnunum sýndist hún vera lang-stærst og fallegust af öllum stjörnunum, og á hverju kvöldi stóðu þau viö gluggann, haldandi saman höndum og biðu eftir því, að hún kæmi upp. Ilvort þeirra, sem fyr kom auga á hana, hrópaði þá upp yfir sig: ,,Eg sé stjörnuna11. En oft hrópuðu þau bæði jafn- snemma, því bæði vissu þau svo vel, hvenær og hvar hún myndi koma upp. Báöum var þeim farið aö þykja svo undur vænt um hana, aö á hverju kvöldi áöur en þau fóru upp í rúmið, litu þau einu sinni enn upp til hennar og buöu henni góöa nótt. Og þegar þau létu aftur aug- un til aö tara aö sofa, þá voru þau vön að segja: ,,Guð blessi stjörn- una!“ En svo kom þaö fyrir, aö litlu stúlkunni varö illt og í stað þess aö aö batna aftur, fór henni einlægt smáhnignandi og seinast þoldi hún ekki lengur að standa út við glugg- ann á kvöldin. Þá horíði drengur- inn hnugginn og einsamall út og þeg^r stjaruan kom í Ijós, snöri hann sér aö föla og þýölega andlit- inu á koddanum og sagði: ,,Eg sé stjörnuna!“ Þá kom ætíð bros á litla andlitið stúlkunnar, og hún svaraði meö veikum lúmi: ,,Guð blessi bróður minn og stjörnunu!“ En innan skamms kom aöþví, aö drengurinn varð að horfa út aleinn; ekkert lítið höfuð kúrði lengur á koddanum, en út í kirkjugarðinum var ný gröf, sem ekki hafði veriö þar áður-; og út frá stjörnunni—þar beint upp yfir—lágu langar Ijósrákir ofan til drengsins, sem horfði á hana meö tárin í augunum. Þessar geislarákir voru svo bjart- ar og sýndust mynda svo skínandi vegfrájörðu til himins og þegar drengurinn fór að sofa—einn út af fyrir sig—, þá dreymdi hann stjörn- una. Honum þótti hann liggja þarna sem hann lá í rúminu sínu og sjá þaðan, hvar englar voru aö flytja heila hópa af fólki upp eftir þessari skínandi braut og þá opnaöist stjarn- an alt í einu og hann sá stóran Ijós- heim, með mörgum fleiri englum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.