Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 41

Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 41
DÆTUR ÚTILEGUMANNSINS. 39 isi rugl, mætti Bjarni ríiöa næsta dag. a þetta urðu þeir nú báðir á- sittir og héldu nú áfram og gengu allt sem þeir þoldu, norðvestur und- ir hiraunið, þar til þeir sáu tjall eitt mikið, þó í nokkurri fjarlægð. Fór þá heldur að glaðna yfir Einari, því honum sýndist fjalliö ekki ólíkt fjallinu, sem hanii sá í draumnum. Já, það var það, að öllu öðru leyti en því, að það vat ekki eins grasgefið þar í kring, eins og hann bjóst við. Þó voru þar víða hagar góðir að sjá, þar sem snjó- laust var og þessvegna ekkert ólík- leg tilgáta, að þar væru að minnsta kosti góðir sumarhagar. Þeir héldu vel áfram. Komu von bráðar að rótum fjallsins og gengu yfir norður enda þess, sem var talsvert lægri en miðbikið og suðurendinn. Þegar þeir voru komnir upp á fjalls- halann stóðu þeir við, bæði til að skoða sig ofurlítið um og eins til að kasta inæðinni og taka sér hvíld nokkra. Þeir litu nú yfir lands- svæðið, norður og norðvestur af fjallinu og sýndist það vera ein hraunbreiða og síður en svo björgu- legt, hvorki fyrir menn eða skepnur. Þetta var nú eftir því sem þeim taldist til austurendinn á hinu mikla og nafnfræga Ódáðahrauni. Svona langt höfðu þeir aldrei kom- ist fyrri og enginn úr þeirra sveit, svo sögur gengju af. Þeir voru nú virkilega farnir að kanna ókunna stigu. — ,,Hvernig líst þér nú á blikuna laxi?’’ sagði Einar við Bjarna. ,,Hvað heldur þú verði úr okkur ef við göngum nokkuð langt inn í hrauti þetta?” Mér sýnist ekk- ert ráð í því”, mælti Bjarni, ,,og væri eg nú aðalráðandi ferðarinnar, mundi eg helzt leggja það til, að við snerum hér aftur og leituðum meira í austurátt héðan, því þar er land- flæthi mikið, eins og þú sérð og það er eiginlega plássið, sem okkur var sagt fyrir að ganga vel, eða sýnist þér það ekki heppilegast?” Einar mælti: ,,Ekki er eg nú al- Veg á þinni skoðun með þetta. Eg vil aðvið förum eitthvað lengra inn í hraunið og sjáum hvað þar er að frétta. Voguu vinuur ug vogun tapar, segir máltækið. \'tó höíum aldret séd þetta hrauu fyrri og þ.iö getur vel orðið í seinasta sinn, setn okkur gefst tækifæri að sja það. Við ráögeröum í morgun, aó fara eftir ávísan draums mins t dag og það skulum við uú gera. Viijtr þu ekki fylgja mér, þá fyr eg emn, ea þú getur gengið hér austur eltir, ef þú vilt og þorir ekki að tara í hraun- ið. Þú heldur víst að það sé fuit af útilegumönnum, sem svo margar sögur hafa gengið af og ert máske hræddur við þá? En mér sýnUt þaö óþarfi, eins lengi og við hofum ekki séð neitt af þeim og ekkert er lík- legra, en að það sé lýgi, sem sagt hefir verið um þá. En þó þeir væra nú til og við yrðum eitthvað varir við þá, ættir þú ekki að æðrast, jafn stór og sterkur sein þú ert. Væri eg þinn maki að burðúm, mundi eg ekki víla fyrir mér að mæia einum þremur eða fjórum af þeim í einu. Þeir verða sizt verri viður- eignar en duggararnir, sem þú átlir við um árið og orð leikur á að þú hafir jafnað um þá, svo þeir hafi orðið ánægðir. Nei, nei, laxi góð- ur! Eg e? minni maður en þú, en sarnt mun eg varla renna frá einum eða tveimur ef í það fer. Eg legg á þá handbragð, ef hælkrókur eða sniðglíma dugar ekki og þá er ekki víst, hverjir frá tíðindum segja”. ,,Hættn nú öllu þessu fjandans ranpi”, mælti Bjarni, þvíhonumvar ekki farið að finnast til, ,,förum þá af stað og sjáum hvað setur”. Þeir gengu nú þessu næst ofan af fjallinu að norðan verðu og lögðu vestur í hraunið og var þar bæði vondur vegur og afar villugjarn. Gengu þeir utn hraunið lengi dags, og sáu þar marga helliskúta, suma stóra, en suma smáa. Og er ekki að orðlengja það, að þeir fundu á etidanum helli þann, sem féð var í og kom draumurinn þar bókstaf- lega fram. Stór steinn var í hell- ismunnanum, sem auðsjáanlega hafði hrapað n’iður, en var þar ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.