Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 61
DÆTUR ÚTILEGUMANNSINS.
59
þetta mundi vera, varö hún þá á
sömu svipan eins og blóöstykki í
framan og haft kom á tungu hennar,
svo óþægilegt, aö þegar hún opnaöi
dyrnar og Mr. Crawford breiddi
faöm sinn út á móti henni og sagði
,,How do you do, my dear“ — aö
hún gat engu orði upp komiö. Hún
fleygöi sér bara í faðm hans og ein-
hvernveginn lukkaöist þeim að kom-
ast inn í stofuna og þar verðum vér
nú að skilja viö þau, og láta þau í
næði, heilsast og jafna sig.
Góöri stundu síöar komu þau heim
hjónin, sem höfðu veriö upp í bæ, en
gert þaö af nokkurskonar hrekk, aö
láta Hulgu vera eina heima. Þau
vissu vel, aö Mr. Crawford var
væntanlegur þenna dag, en vildu
ekki segja henni frá því. Hverra
orraka vegna vitum vér ekki. Nú
komu þau inn og heilsuðu gamla
vini sínum alúðlega. Var þá Helga
búin aö ná sér svo eftir aösóknina
og þessi gleði umskifti sem nú voru
oröin, að hún gat tekið þátt í öllum
þeirra samræðum, sem bæöi voru
margbreyttar og fjörugar, því nú'
var glaöværð og gleði efst á baugi.
Nú er þaö til máls aö taka, sem
fyrr var frá horfið, aö þau Hoffmans
hjónin fögnuöu gesti sínúm mæta
vel, buðu þau hann velkominn hjá
sér að vera, eins lengi og honum
sjálfum líkaöi bezt og þakkaöi hann
þeim fvrir það, með mörgum og vel
völdum vinaroröum. Leiö nú þaö
sem eftir var til jóla, en þau hjóna-
leysin, tóku að búa sig undir brúö-
kaup sitt. Á aöfangadaginn var
uppi fótur og fit á öllum þar í hús-
inu því um hádegisbiliö voru þau
Mr. William Crawford og Helga
Gunnlaugsdóttir, gefin saman í hei-
lagt hjónaband, af ensk-lúterskum
presti þar í bænum; síöan var haft
inniboö mikiö, sem yfir hundraö
manns sátu og stóöu þau að öllu leyti
fyrir því þau hjón Einar og Sigríður.
Skerntu menn sér mæta vel lengst
fram eftir kvöldi, en aö því loknu,
fóru allir boösgestirnir heini til sín,
en þau nýgiftu hjónin, William og
frú Crawford gengu til náða.'
Eftir nýárið keyptu þau Mr. og
Mrs. Crawford laglegan búgarö,
rétt viö bæinn. Fluttu sig þangaö
og hafa búið þar síöan. Þau eiga
fjögur börn efnileg, og er heimili
þeirra taliö bæöi myndar- og rausnar
heimili. Helga, sem vér höfum aö
nokkru leyti lýst hér að framan, er
talin þar í fremstu kvenna röð, fyrir
geöprýði, reglusemi og dugnaö og
ljúkum vér nú aö segja frá henni.
Einar og Sigríöur búa líka á heim-
ili sínu eins og áöur er frá sagt og
líöur rnæta vel. Segist honum svo
frá, aö líf þeirra síöan þau komu
saman, hafi verið einn yndislegur
sumardagur. Þaö aö þau náöu sam-
an á þann hátt sem þau geröu,
sýnist verið hafa, einhver dularfull
tilhögun af hendi forsjónarinnar.
Næstum alveg fáheyrö í sögu vorr-
ar íslenzku þjóöar. Ást sú, sem
brann í hjörtum þeirra á æskuárun-
um, lifir þar enn. Þau hafa rækilega
haldiö þá eiöa sem þau unnu hvert
ööru. Ánægjulegra kærleiksheim-
ili, en þaö sem þau eiga, finnst
ekki víöa. Þó Sigríður væri alin
upp í afdölum, og fjarri glaum og
glensi heimsins, hefir hún í hvívetna,
komiö fram, sem hin mesta myndar-
og heiöurs kona. Hún hefir veriö
ástrík eiginkona og elskuverö móö-
ir. Reglulegur friöar og ástarengill
á heimilinu. Þaö er haft eftir Ein-
ari, aö hann elski konu sína eins
heitt nú og hann hafi gert í draumn-
um forðum og að hann óski sér
engrar meiri sælu, eftir dauöann,
en aö þau fái aö njótast þar.
Þannig endar sagan af dætrum
útilegumannsins.