Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 38
36
SYRPA.
til hinnar mestu undrunar, að þetta
var kvenmaöur og reið hún jarpri '
hryssu, fjöruyri og bríið vakri. Hún
stöðvaði reiðskjóta sinn skamt þar
frá sem Einar stóð, sté af baki og
heilsaði honum með nafni, og’vék
að honum í öllu háttalagi, líkt og
hefði hún þekt hann frá blautu barns-
beini. Hún fór undireins að spyrja
hann frétta; hvað liann væri að fara
og hvernig lionum litist á sig undir
Helgafelli, svo nefndi hún fjallið,
sem honum fanst hann vera staddur
undir. Hann svaraði, að sér litist
mæta vel á sig á þessum stað og
væri hann einn af hinum yndælustu
stöðum, sem hann hefði séð; ,,en
hvað heitir þú?” þóttist hann spyrja.
,,Þú heilsar mér með nafni, en ég
þekki þig ekki; eða að minsta kosti
man ekki til, að eg hafi séð þig
fyrri”. ,,Eg heiti Sigríður og fað-
ir minn Gunnlaugur, og eigum við
heima vestanundir suðurendanum á
fjalli þessu. Eg veit vel, að þú
hefir rétt að mæla, að þú hefir ekki
séð mig áður. Eg hef heldur aldrei
séð þig fyrri, en þó veit eg nafn
þitt og töluvert um ætt þína. Eg
veit líka hvað þú og þið félagar er-
uð að fara, og hvert erindi ykkar er.
Þið leitið að fé bygðarmanna, sem
þið haldið, aö sé ennþá lifandi og
máske geymt hjá einhverjum fjalla-
búum. En þar skjátlast ykkur. Fé
ykkar sveitamanna, hefir ekki horfið
af neinna manna völdum; það er allt
dautt, og herfir verið það í fleiri mán-
uöi og get eg sagt þér hvar það er
ef þú vilt”. Einarmælti: ,,Eng-
inn hlutur væri mér kærari en þú
gerðir það, því ef eg get fundið féð
í dag, snúum við heimleiðis á morg-
un og hættum öllu frekara leitar-
umstangi. En þér vildi eg launa
eins og vert er, þann greiða sem þú
getur veitt mér í þessu tilliti”. Sig-
ríöur mælti: ,,Þessu munum við
kaupa, þú skalt ganga á morgun
norður fyrir norðari endann á fjalli
þessu og þar inn í hraunið. Þar
muntu finna hellir einn all-mik-
inn, og þar inni fé ykkar, líklega
fiest att. En þannig stendur á því
að fé ykkar er í helli þessum, að
seint í ágúst í sumar, sem leið, þeg-
ar hitarnir voru sem mestir og flug-
urnar þar í hrauninu bitu sem vest,
að féð flúði inn í hellinn; en á meðan
það var þar, eða réttara sagt,
skömmu eftir að það lenti þar inni,
hrapaði stór steinn fyrir hellismunn-
ann, svo það komst ekki út og varð
því að svelta í hel”. ,,Því bjargað-
ir þú því ekki út, úr því þú vissir af
þessu?” þóttist Einar spyrja. ,,Það
get eg undireins sagt þér”, mælti
Sigríður. ,,Eg" vissi ekki af því að
þetta var svona, fyr en bróðir minn
sagði mér það. Hann var á gangi
um hraunið ekki als fyrir löngu og
fann þá hellinn og sagði okkur svo
frá því, annars skyldi eg hafa bjarg-
að því og það strax; en þegar eg
frétti það, var alt um seinan. Eða
trúir þú því ekki?” ,,Jú”, þóttist
Einar segja, ,,mér líst svoleiðis á
þig, að þú mundir ekki hafa haft
hjarta til, að svelta fé okkar til
dauðs og líklega bróðir þinn ei
heldur. En má eg spyrja hvað heit-
ir bróðir þinn, og hvar er hann nú?”
Húnsvarar: ,,Hann heitir Oddur
og er heima núna sem stendur. Vissi
hann að þú ert hérna núna, myndi
samtal okkar ekki verða langt, því
hann hatar alla bygðarmenn og sér
varla í að drepa þá, ef hann næði
haldi á þ€im. Sama er að segja
með toður minn. Hann má ekki
heyra bygðarmenn nefnda, svo að
hann ekki fyllist nokkurskonar fít-
onsanda, og vil eg því ráðleggja
ykkur að fara ekki lengra inn í
hraunið, en þangað sem hellirinn er,
og síðan til baka, eins fljótt og þið
getið. Viltu lofa mér þessu?” ,,Eg
veit nú varla hvað það væri, sem
þú beiddir mig, sem eg vildi ekki
gera”, þóttist Einar svítra. ,,En
með leyfi að spyrja, er faðirþinn úti-
legumaður?” ,,Svo mun það nú
líklegast vera kallað niður í sveit-
unum”, mælti Sigríður. ,,Við er-
um þrjú systkinin og búum við með
föður okkar, sem er ekkjumaður,
því móðir okkar dó síðastliðið sum-