Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 30

Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 30
28 SYRPA. var þetta staðurinn, þar sem yfir- rnaöur úr liöi Porúg-ala hélt vörð viö hlið landsins. Sem bergkastalar tveir stóðu þessar grjóthæðir sín á hverjum fljótsbakka, að ofan voru þær þakt- ar þéttvöxnum runnum. Fyrir framan ferðamennina blasti við dal- ur mikill, er breikkaði hinu megin klettanna. Sem töfrum heillað var landið, er komiö var gegnum berg- hlið þetta, og yfir því hvíldi þögn mikil. í tvær aldir höfðu hvítir menn ei komið á þessar slóðir, og hjörtu ferðamannanna fyltust fögn- uði og von, því margt merkilegt máttu þeir búast við að finna. Áfrani héldu þeir inn í Ófír, hins gamla uppdráttar, þögult land og eyðilegt. Þeir ferðuðust 'margar þingmannaleiðir upp ána, án þess að mæta nokkrum manni. Um síð- ir rákust þeir á flokk manna, er til- heyrðu kynþætti þeim, er hinn mikli höfðingi Makómbe, ræður yfir. ,,Þekkið þið hérað eða þorp er Massapa heitir?“ spurðu þeir inn- Ienda fólkið. Þeir, sem spurðir voru, hlógu. ,,Þið eruð nú í Massapa. “ Þeir höfðu aðlokuin komist þang- að sem portúgalski gullmarkaður- inn var, er sýndur var á uppdrætt- inum. Þá gat ekki Fura verið langt í burt, og það varð fundið, var lík- legt að námarnir þjóðfrægu sæust brátt. Það virtist mega reiða sig á uppdráttinn, þó gamall væri, því þeir fundu brátt Furufjallið. Og alt í kringum tind þess láhinn mikli grjótgarður, rétt eins og franski landfræðingurinn hafði dregið hann tveim öldum áður. Garðurinn lá umhverfis tindinn, sumstaðar um tuttugu fet á hæð, og óhruninn, á öðrurri stöðum fallinn og falinn jurta- gróðri. Hér höfðu Gyðingar úr sjó- Jiði Salómons konungs dvalið, ef gömlu bókinni varð trúað. Gat skeð að hér, en ekki í Zimbabwe þrjúhundruö mílum sunnar, hefði gull það, er prýddi musteri Jerúsal- ems, verið geymt. En námarnir! Aftur og aftur spurðu þeir eftir þeim, en íbúarnir gerðu ekki annaö en hrista höfuðið. Eftir nokkurn tíma sagði þó einhver að hann hefði heyrt sagt frá þeim, en að þær lægju langt suðvestur í landi og þar væri fult af svipum og draugum. Eftir langt ferðalag komust land- kannendur loks inn í land Inyang- anna og þar fundu þeir, í dal einum miklum, stór svæði meö grjótrúst- um hér og þar, er auðsjáanlega höfðu verið hýbýli fornþjóðar nokk- urrar. Hundruð þúsunda hlutu að hafa búið þar á liðnum öldum, þó dauðaþögn hvíldi nú yfir landinu. Klukkustund eftir klukkustund ferð- uðust þeir gegnum rústir þessar og altaf urðu þær undarlegri og útsýnið draugalegra. ,,Hvernig stendur á öllu þessu?“ spurðu þeir einn af innlendu fylgdar- mönnunum. ,,Vofur hafa bygt þetta, “ var svarað. ,,Fásinna!“ ansaði Peters. ,,Hér hafa menn unnið. Þekkir þú enga þeirra?“ ,,í þessu landi búa engir menn“, ansaði landsmaður. ,,í landi þessu ríkja svipir þeirra dánu. Menn á- ræða ekki að dvelja hér, eða einu sinni að ferðast einir yfir landiö., Þetta land er heimili dauðans.“ Og landsmenn sögðu frá mey- prestinum Quarra Quate. ,,í sex hundruð ár hefir hún búið meðal fólks vors. Fyrir öldum síð- an var hún fögur, svo fögur að menn þorðu ekki að líta hana. En tíminn hefir sett á hana ellimörk. í húsi hennar brennur eilífur eldur. Á hinni árlegu fórnarhátíð okkar verð- ur að drepa alla elda í landinu og endurkveikja þá með ljósi frá hinum helga eldi, er Quarra Quate gætir. Eldar almúgans deyfast við dag- lega notkun og verða aö endurnýjast við hinn heilaga þrumueld.“ Gætu þeir fengið að sjá Quarra Quate? Landsmenn kváðu það ó- hugsandi; það væri ekki sæmandi, aö hvítir menn litu svo heilaga veru. Foringi fararinnar mætti samt sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.