Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 51

Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 51
DÆTUR ÚTILEGUMANNSINS. 49 Þeir sögöu nú öllum frá því, hvernig fé bygöarmanna hefði farist. En um útilegumenn gátu þeir ekki. LeiB nú veturinn til vordaga og bar ekkert sögulegt til tíöinda. Þar næst er nú aö segja frá því, aö þegar leið á vetur fór þaö aö veröa hljóöbært og altalaö um sveitina, aÖ Einar ætlaði til Vesturheims um sumarið. Litu þá ungu stúlkurnar hýru auga til hans og hefðu sjálf- sagt gilt einu, þó þær færu meÖ, ef þess hefði verið nokkur kostur, en það var nú ekki þvíaö heilsa. Hann leit ekki lengur viö neinni þeirra. Sigríður var einlægt inst og efst í huga hans. Um þessa Vesturheims- ferö, hafði hann rætt viö hana og hún var því undireins samþykk, því þó hún byggi til afdala, haföi hún samt heyrt talaðum þetta undraland í vestrinu og áleit aö þar mundi vera tvennu ólíkusaman aðjafna, Ódáöa- hrauni og Ameríku. Nú leiö veturinn og voriö kom meö sólina og sönginn. Einar fór frá húsbændum sínum um kross- messuleitið og var svo í kaupavinnu á ýmsum stööum þar í sveitinni, fram aö fardögum. Fór hann þá til fundar viö Bjarna og haföi hann alt á reiðum höndum, bæði reiðhesta og flutningshesta. Hann hafði og keypt skreiö á 2 hesta og lézt ætla aö færa þaö vini sínum einum, sem bjó á leiö þeirri sem þeir ætluöu aö fara til Vopnafjaröar. Þegar svo alt var tilbúiö, lögöu þeir á staö eitt kvöld um náttmálaleitiö og sagði Bjarni fólkinu þar á bænum, aö hann mundi verða minsta kosti viku í þessari ferð og heföi fengiö farar- leyfi hjá húsbændununi. Nú kvaddi Einar fólkiö og óskuðu þar hver öðrum til allrar heilla og hamingju, eins og vanalegt er við þesskonar tækifæri. Báöu allir á bænum hann að skrifa sér og láta sig vita hvern- ig honum liöi í Ameríku og því hét hann ef sér væri mögulegt. Fóru þeir félagar síðan af stað, en þegar þeir voru komnir úr augsýn frá bæn- um, snéru þeir viö og stefndu beint til fjalla. Ekki er þess getiö hvaö þeir ræddust viö á leiöinni og segir því ekkert af ferð þeirra, fyrri en þeir komu aö kofanum. Sprettu þeir nú af hestum sínum og bjugg- ust til næturveru. En rétt í þaÖ mund kemur þangað Oddur útilegu- maöur og systur hans báöar. Reiö Sigríöur þá jörpu hryssunni, sem Einar sá í draumnum haustið fj'rir. Varð nú mikill fagnaöarfundur meö þeim öllum. Bjarni var fremur fár og fámáll við alla og reyndu þær systur þó aö pipra hann upp, alt sem þær gátu, en þaö haföi engan árangur. Hann sat viö sinn keip. í tvo daga og tvær nætur hélt nú þetta fólk til þarna við kofann, og var biðin mest gerö í því skyni, að fá Bjarna til að slást í förina meö þeim Einari og Sigríði, oggangaað eiga Helgu, og tilþess var hún fús, en þess enginn kostur af Bjarna hálfu. Hann færðist einlægt undan með hægð og síöast þverneitaöi hann því algerlega. Þaö eina, sem hann vildi undirgangast viö útilegu- mennina, var aö koma bréfum til skila, sem fara kynnu milli þeirra eftir aö Einar og Sigríöur væru komin til Vesturheims, en samt var þaö þeim skilmálum bundiö, aö hann flytti þau á tiltekinn staö og Oddur vitjaöi þeirra þangaö, á þeim tíma sem helzt var bréfa von. Var nú þetta alt bundiö fastmælum og að því búnu bjóst Bjarni til heimferðar. Hann kastaöi að eins kveðju sinni á þau Odd og Helgu, en Einar og Sigríöur gengu ofurlítinn spöl á veg meö honum og skildu þau með vin- áttu og blíöu. Aö skilnaöi gáfu þau Bjarna jörpu hryssuna og óskuöu svo hverir öörum til heilla og langra lífdaga. Þau Einar og Sigríöur sneru aftur til kofans og stóö þaÖ heima, að þau systkin,_ Oddur og Helga voru þá feröbúin. Voruklyíjar síðan látnar upp, stígið á hesta og haldiö áleiðis til dalbúans. Fagnaöi gamli Gunnlaugur þeim öllum vel, sérstaklega þó Einari. Hann dáð- ist nijög aö frómlyndi hans og trú- mensku við sig og sína, því hann hafði veriö í hálfgeröum efa um þaö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.