Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 11

Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 11
CLAUDE GUEUX 9 Claude í lág'um róm einarðlega. „Hugsiö yöur betur um, bætti hann viö og hvesti augun á hann. í dag er 25. oktober. Eg gef yður frest til 4. nóv. Fangavöröur tók undir og sagöi að Claiíde hefði í hótunum og ætti skilið að vera látinn í svartholið. ,,Ónei, við látum hann ekki í svartholið”, tók verkstjóri undir og hló fyrirlitlega. ,,Eg vil ekki fara illa að honum og hans líkum”. Næsta dag voru fangarnir að leik á dálitlum sólskinsbletti, sem lagði inn í fangelsisgarðinn. Þá tók fangi, sem Pernot hét, sig til og gekk þar til, sem Claude sat einn- samall og rýndi í gaupnir sér. ,,Heyrðu mig Claude”, sagði hann, ,,hvað gengur að þér?” ,,Eg er hræddur um að verkstjóra okkar hendi slys”, svaraði Claude. Níu dagar eru milli 25. okt. og 4. nóv. Claude svalt þá daga og lét engan líða svo, að hann bæði ekki um Albin aftur. Verkstjóri lét setja hann í svartholið í þrjá sól- arhringa.' Það hafði hann upp úr kvabbinu. Fjórði nóvember kom, Claude var skapléttara og rórra, en hann hafði átt vanda til, síðan þeim Albin hafði verið stíað sundur. Hann reis upp af hálmfleti sínu, tók fram gamlan kassa, sem aleiga hans var í, skæri lítil og gamall bindi af Emile. Það voru einu menjarnar, sem hann átti eftir um stúlkuna sína, barnsmóður sína og samvistirnar sælu. Hvort- tveggja voru honum alveg gagns- lausir munir. Því skærin hentu ekki nema saumastúlku og skræð- an þeim einum sem var læs. En hann kunni hvorki að sauma né lesa. Hann gekk fram hjá Ferrorí. Ferrorí var fangi, sem dæmdur var í æfilangt fangelsi og stóð og glápti ájárnslárnarfyrirglugganum. Hann benti á þæruni leið og hann gekk hjá glugganum, með skærunum og sagði: Líttu á! I kvöld klippi eg sund- ur slárnar með skærunum þeim arna, þó grönn séu. Ferrori hló að og þeir báðir. Þann morgun vann hann af meira kappi en hann var vanur. Hann vildi ljúka við stráhatt, sem heiðvirður Troyesborgari að nafni Bessier hafði borgað fyrir fram. Þegar ekki var nema stundarkorn til hádegis, þótt- ist hann eiga erindi til trésmiðanna og skaustþangað. ,,Kondu sæll, Claude”, kölsuðu smiðirnir til hans glaðlega. Hann kom sjaldan til þeirra en var þó í mestu metum hjá þeim. Þeir þyrpt- ust utan um hann. Claude skimaði til beggja handa. Fangaverðir voru engir við. ,,Hver lánar mér öxi”, sagði hanr. og talaði það út í hópinn utan um sig. ,,Til hvers viltu öxi”, spurðu þeir. ,,Eg ætla að drepa verkstjórann” svaraði hann. Honum buðust margar axir um að velja. Hann tók þá minnstu. Hún var fiugbeitt og faldi hana inn á sér, og fór út. Hann bað þáekki að þegja yfir þessu. Það var ekki hætt við' að þeir segðu til hans. Þeir ræddu jafnvel ekki um þetta sín á milli. Það var svo undarlegt og þó svo blátt áfram. Ekki hægt að koma neinutn vífilengjum við. Ekki gátu þeir farið að gefa Claude ráðleggingar og heldur ekki segja eftir honum. Claude kom að unglingspilli stundu síðar. Hann var dæmdur til sextán ára fangelsis vistar og var að sópa ganginn. Hann ráðlagði honum aö læra að lesa. í sömu svifum bar Faillette þar aö og spurði Claude hvað hann hefði falið inn á sér. Claude svaraði: ,,ÞaÖ er öxi. Eg ætla aö drepa herra V— í kvöld. Ber mikið á henni”. ,,Dálítiö” svaraöi Faillette. Þaö sem eftir var dags leið eins og venja var til- Klukkan 7 um kvöldið voru fangarnir læstir inni á vinnustofunni, hver í þeirri deild sem hann tilheyrði og fangaverö- irnir fóru burt. Þá gerðust óvenju- leg tíðindi með föngum, tíðindi sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.