Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 59
DÆTUR ÚTILEGUMANNINS.
57
systkini, sem ætluðu suöur þegar
næsta strandferðaskip kæmi og tóku
allir það trúanlegt.
Á tilteknum degi sigldi Crawford
skipstjóri inn á Eyjafjörð og lagði
skipi sínu skamt frá landi, þar sem
kölluð er Oddeyri. Og í sömu
mundir kom strandferðaskipið þar
inn á höfnina. Var nú ys og þys á
öllum; hver hugsaði nú mest um
sjálfan sig, því margir voru þar,
s'em ætluðu suður. Einar lét nú
færa farangur þeirra niður ábryggju
og beið svo á þeim stöðvum þar til
kl. 12 um nóttina, að þau Helga og
hann stigu í skipsbát Crawfords
skipstjóra og réru út að duggu hans,
sem var sú sama, er þau Einar og
Sigríður fluttust með, tíu árum áður.
Þannig komst nú Einaraflandi burt
í annað sinn, án þess nokkur veitti
því eftirtekt. Þarnæst léttu skip-
verjar atkerum og létu í haf og gekk
ferðin greiðlega til Englands.
Þegar þangað var komið, og skip-
verjar höfðu bundið duggu sína við
hafnarbryggjuna, stigu þau á land
tengdasystkinin; var Helga hin
frískasta, og hafði verið svo, frá
því þau fóru á stað, frá heimili henn-
ar. Héldu þau síðan upp að heim-
ili Crawfords og tóku sér þar hvíld
og góðar náöir í hálfan mánuð og
bar nú ekkert sérlegt til tíðinda. —
Á meðan þau dvöldu þar, höfðu þau
það sér til skemtunar, að ganga um
bæinn, skoða listigarða og fara á
leikhús og var Mr. Crawford jafn-
aðarlega í för með þeim. Sýndist
Helga una þessu mæta vel og var
hin kátasta.
Nú verðum vér þessu næst, að
minnast dálítið á Mr. Crawford.
Hann var ekkjumaður eins og áður er
drepið á og eitthvað kringum fjöru-
tíu ára að aldri. Var hann fremur
vel við efni; átti laglegt íbúðar-
hús þar í bænum og helminginn í
skipi því og veiðarfærum, sem hann
átti yfir að ráða. Var hann maður
mikill vexti og hinn karlmannleg-
asti. Fríður sýnum og hversdags-
lega glaður og fyndinn í samræðum
og líkaði þeim gestum hans því bet-
ur við hann, sem þau kyntust hon-
um lengur. Mr. Crawford var niað-
ur barnlaus og bjó þarna með ráðs-
konu, en hún var móðursystir konu
hans og nokkuð við aldur, en samt
var hún góð bústýra og hafði alt í
röð og reglu þar á heimilinu.
Einn dag, stuttu áður en þau Ein-
ar og Helga höfðu ákveðið að leggja
af stað til Ameríku, kom Mr. Craw-
ford að máli við Einar og tjáir hon-
um þar í trúnaði, að sér Iítist vel á
Helgu tengdasystir hans og að sig
fýsi að fá hana fyrir eiginkonu, væri
þess nokkur kostur og biður hann
nú Einar að vera sér innan handar
og túlka málið fyrir sig við hana,
því ,,sá var gallinn á gjöf Njarðar”,
í þessu máli, að Helga skildi ekki
eitt orð í enskri tungu. Tók Einar,
fyrir sitt leyti, vel undir þetta mál
og hét honum liðveizlu sinni. Hann
áleit, að það væri gott jafnræði með
þeim, að öllu öðru leyti en því að
hvorugt skildi annaö, en það gat nú
náttúrlega lagast, með tíð og tíma.
Brá Einar Helgu þarnæst á eintal
og tjáði henni alla málavöxtu og
fýsti þess fremur en latti, að hún
tæki manninum. Tók hún þessu
tilboði ekki fjarri, því henni leist vel
á Mr. Crawford. Hún varlíkakom-
in vel á veg fullkomins gittingar-
aldurs; orðin hálf fertug. Það lak-
asta í þessu máli, að henni fanst, var
að hún kunni ekki málið og síðan
það, að hanti átti heima á Englandi,
en ekki í Ameríku, þar sem hún
ætlaði að setjast að. Lá því nærri
að henni fyndist þetta frágangssök.
Samt skaut hún því öllu til ráða
Einars og bað hann að gera það eitt
í þessu máli, er hann sæi sér fyrir
beztu. Settist Einar þá niður, líkt
og gamli Njáll og fleiri fornaldar-
vitringar voru vanir að gera, til þess
að hugleiða málið og var hann ekki
lengi að komast að niðurstöðu.
Hann ráðlagði Helgu að taka manni
þessum, með þeim skilyrðum, að
hann seldi eigur sínar á Englandi
og flytti með þeim til Ameríku, ella
skyldi hann verða af kaupunum.
Þetta fanst Helgu þjóðráð, því hún