Syrpa - 01.09.1911, Blaðsíða 9
CLAUDE GUEUX
7
ekki orð á því viö nokkurn mann.
Hann var ekki svoleiöis geröur.
Þaö var einn dag, að Clauda reif
í sig sultar skamt sinn og gekk aft
ur til bekkjar síns til að dunda við
verk og hafa af sér hungrið meöþví
móti. Hinir fangarnir sátu enn að
mat og skröfuðu saman. Þá tók
unglingspiltur sig út úr hóp þeirra.
Hann var gugginn í framan og
heilsutæpur í sjón. Hann gekk til
Claude og nam staðar við bekk hans.
Hann hélt á hníf í hendinni og skamt-
inum sínum óskertum. Hann stóð
kyrr hjá Claude og var eins og hann
langaði til að segja eitthvað, en
kæmi sér ekki að því. Varirnar á
Claude kipruðust. Honum var anii
að drengnum og matnum hans.
,,Hvað viltu”, sagði liann stutt-
aralega.
,,Eg vildi, þú sýndir mér kunn-
inga bragð”.
,,Hverter það”, spurði Claude.
,,Að hjálpa mér að klára þetta; eg
get ekki lokið því”.
Vonskan i augum Claude hvarf
fyrir tárum, senr sigu fram í augu
hans. Hann tók hnífinn, skifti
matnum til helminga, tók annan til
SÍn og fór að éta.
,,Hafðu nú þökk fyrir”, sagði
sveinninn, þegar þeir voru búnir
með matinn. ,,Við skulum skifta
honum milli okkar upp frá þessu”.
,,Hvað heiturðu?” spurði Claude.
,,Eg heiti Albin”.
„Fyrir hvað ertu settur inn?”
,,Eg stal”.
,,Það gerði eg líka”, sagði Claude.
Þeir mötuðust saman upp frá
þessu, og tókst með þeim hin kær-
asta vinátta. Saman að sjá voru
þeir fremur eins og feðgar en bræð-
ur. Því Claude hafði sex um þrít-
ugt, en leit út eins og maður utn
fimmtugt, svo var svipur hans sett-
legur og alvarlegur, en Alhin var
tvítugur að aldri, og þó yngri í sjón
að sjá, vart meira en 17 ára. Því
bernsku sakleysið var ekki horfiðúr
augnaviðmóti hans, þó þjófur væri.
Þeir voru að verki saman í sömu
sveit, sváfu í sama klefanum, gengu
saman í garðinutn og átu báðir af
sama hleif. Hvor var hinum alt í
öllu.
Verkstjóranum hefir verið lýst að
fratnan. Hann var óvinsæll af föng-
unum og varð oft að leita hjálpar
hjá Claude til að fá þá til að gegna
sér. Ciaude stilti oftar en einu sinni
til friðar, þegar rosti var í föngun-
um og hamlaði þeim frá að gefa full-
trúa fangelsisstjósnarinnaralvarlega
ráðningu. Fáein orð fráhans munni
sefuðu betur rostann í þeim, en gert
hefðu 10 lögregluþjónar. Hann
hafði margsinnis gert verkstjóra
þess háttar greiða og fyrir þá sök
var verkstjóra líka af alhuga illa til
hans. Hann öfundaði þjófinn. Hann
hataði hann í hjarta sínu, þó hann
léti ekki á bera, hataði hann eins og
óðalborinn fursti hatar kjörrétt til
óðala eða með þeirri afbrýði, sem
ríkir milli verzlegs og andlegs vald.
Fjandskapur af slíkum rótum
runninn.er bitrastur allra.
Claude þótti vænt um Albin; en
hann gaf engan gaum að hugarfari
verkstjóra til sín.
Það var einn dag, að fangarnir að
venju gengu tveir og tveir saman
úr svefnsalnum til vinnustofanna,
þá kallaði fangavörður á Albin, sem
gekk við hliðina á Claude, og sagði
honum, að verkstjóri vildi finna
hann.
,,Hvað getur liann viljað?” sagði
Claude.
,,Eg veit það ekki” svaraði Albin.
Fangavörður fór með liann, og
svo leið morguninn að hann kom
ekki aftur. Claude hélt að þeir
mundu finnast í garðinum um mat-
málstímann, en liann kom þangað
ekki. Og á sömu leið fór um kvöld-
ið, þegar fangarnir voru látnir fara
til svefns. Það leyndi sér ekki, að
Claude féll þetta mjög illa, þvíhann
hafði aldrei innt fangavörð að neinn
áður en nú gerði hann það.
,,Er Albin veikur”, spurði hann.
„Nei”.
,,Hví kemur hann þá ekki aftur?”
„Verkstjóri hefir flutt hann”, anz-
aði hinn fálega.